Veggjakrot Argh hvað ég er orðinn þreyttur á þessu helv. veggjakroti.


Maður getur nú til dags ekki litið út um gluggann heima hjá sér án þess að sjá eitthvert bölvað krass á veggjum. Ef að maður labbar í undirgöngum mætti helst halda að maður væri kominn til Harlem. Og ef maður fer út eftir kl. 22 má mjög oft rekast á eitthvert veggjakrotarafífl.

Og já, ég kalla þessa krassara fífl og ekki að ástæðulausu. Til hvers í ósköpunum eru unglingar að vandalisera svona. Nú er það svo að í hinum ýmsu fátækrahverfum stórborga er krotað á veggi. Oft er það ekki bara til að skemma heldur einnig til að merkja sinni klíku svæði með sínu “tagi”. Oft getur það leitt til blóðugra átaka ef að þetta er vanvirt og því gefur þetta veggjakrot skilaboð til annarra klíkumeðlima (t.d. að þetta sé svæði klíku a svo að klíka b má ekki starfa á því svæði). Á Íslandi er þetta hins vegar ekki svona (allavega ekki síðast þegar ég vissi). Hérna eru engin “drive-by shooting” (nema náttúrulega í Breiðholti), engar stórar og stórhættulegar klíkur og unglingar hérna þurfa ekki að ganga í klíkur til að komast af.

Hins vegar held ég að þetta sé vegna þess að krakkar, og þá aðallega strákar á aldrinum 10-15 ára, séu algerlega heilaþvegnir af amerískum lágmenningaráróðri um það að lífið í “hoodunum” sé e-ð til að sækjast eftir. Þess vegna reyna þeir að herma eftir fyrirmyndum sínum, svertingjunum, og krota á allt sem fyrir þeim verður. Hins vegar hefur þetta krot enga merkingu nema bara þá að það gefur í skyn greindarvísitölu sem er fyrir neðan frostmark þess sem að krotar. Útkrotuð strætóskýli, blokkar- og bílskúrsveggir, grindverk. Allt verður þetta fyrir barðinu á þessum vandölum okkur hinum til hryllings.

Ef að einhver krotari les þetta ætla ég að biðja þig um að hætta þessu, þú munt einhvern tímann skilja fáránleikann í þessu.

P.s. hins vegar hef ég ekkert á móti svokölluðu “graffiti” sem er spreyjað á þar til gerða veggi. Ég er á móti þessu ljóta “tagi” sem er út um allar trissur.

geiri2