–
Það er ósjaldan sem maður sér auglýsingar eða auglýsingabæklinga þar sem stendur litlum stöfum í horninu: „Með fyrirvara um prentvillur og myndabrengl” (eða eitthvað á þá leið). Hvað er hér í gangi? Mitt álit á sanngirni er að „það sem stendur í auglýsingunni gildir”! En sá sem ber ábyrgð á mistöknunum; prentstofa, auglýsingastofa, miðillinn, auglýsandinn sjálfur o.s.frv, er ábyrgur fyrir tjóni sem auglýsandinn verður fyrir vegna mistakanna! Kannski að tryggingafélögin ættu svo að bjóða tryggingar vegna svona mistaka.
Ég átta mig alveg á því að leið auglýsingarinnar er löng og fer í gegnum margar hendur og því erfitt að tryggja að allar upplýsingar séu réttar. Það er samt engin afsökun. Ég vill meina að svona mistök verði vegna vanrækslu einhvers. Vanræksla er vanræksla, hvort sem það tengist vörufermingu á flugvélum, að gleyma töng inni í sjúklingi eftir skurðaðgerð eða að yfirsjást svonalagað².
Þetta getur líka hjálpað óprúttnum aðilum að draga fólk inn í verlanir sínar. Svo þegar fólk sér að auglýsingin var bull þá er bara afsakað með brosi: „Þetta voru bara mistök, en auglýsingin varar við því að mistök gætu orðið. En fyrst að þú er kominn þá get ég boðið þér, í sárabætur, mjög góðan afslátt af þessu grilli í staðinn.”¹!
Mér finnst þetta sambærilegt því að á vegum landsins væru skilti með textanum: „Með fyrirvara um holur og vegaframkvæmdir”², eða ís „Með fyrirvara um útrunnin rjóma og myglaða súkkulaðisósu”².
T.d. raftækjaverslun setur upp auglýsingu og er að auglýsa örbylgjuofn, raunverð er 15.000 krónur en einhverstaðar á leiðinni frá söluaðilanum til fólksins dettur „1” út og í bæklingnum stendur að örbylgjuofninn kosti 5.000 krónur. Hér finnst mér að sá sem tapaði tölustafnum eigi að borga fyrir hann (sumsé er ábyrgur fyrir þessum 10.000 króna mun). Eða þessi sama verslun sýnir nýja 29“ sjónvarpið en ætlaði að sýna 20” tækið og segja „Þetta frábæra sjónvarp á tilboði: 15.000”¹
Í lögum um auglýsingar stendur að ekki megi nota hæstafall lýsingarorða nema að hægt sé að sanna fullyrðingarnar. Þar með er verið að vernda hagsmuni fólks svo að erfiðara verði að plata það. Gaman væri að vita hvort lögin hefðu eitthvað um þetta áhyggjuefni mitt að segja.
(fyrirvari: ¹öll dæmi eru uppspuni. álit í þessarri grein eru mitt einkaálit en ekki fullyrðingar annarra. ²samlíkningar eru kannski ekki endilega lýsandi dæmi um hvað ég er að reyna að segja en eru til þess ætlaðar að skýra nánar hvað ég á við.)
“Ef konur væru með 3 brjóst, væru menn þá með 3 hendur?”, boossmio