Glæpamenn!!! Ég er eins og rúmlega helmingur landsmanna í megrun. Í stað þess að borða heila “meal” í morgunmat í morgun eins og venjulega, fékk ég mér eina dyrkkjarjógúrt og trópí. Um kl. 10:30 voru garnirnar hinsvegar farnar að gaula og enn langt í hádegismat. Svo að ég myndi ekki freistast út í sjoppu og fá mér súkkulaðistykki, keyrði ég upp í næstu verslun, sem í þessu tilviki var 11-11. Úrvalið af ávöxtum var frekar dapurt og helmingurinn farinn að skemmast. Að sjálfsögðu passa forráðamenn versluranniar upp á það að verðmerkja ekki grænmeti sitt og ávexti. Ég endaði sum sé á því að grípa einn gulrótarpoka, glöð í bragði yfir að standast súkkulaðistykkið. Þegar ég var svo að labba út í bíl aftur fór ég samt að hugsa: "Bíddu nú við… ég borgaði tæpar 1200 krónur fyrir 3 ljósaperur, þvottaduft sem kostaði innan við 200 kall, hundanammi í sama verðflokki og þvottaefnið, vatnsbrúsa og gulrætur??? Þá fór ég að gramsa í veskinu mínu eftir strimlinum og sá að gulrótapokinn kostaði um 400 kall!!! Og nú er uppskerutímu og allt og ætti að vera til nóg af þessu helvíti. Hvernig stendur á því að þetta grænmeti og ávextir skuli enn vera svona hrikalega dýrt? Ég var einmitt að rifja upp, þegar ég fór einmitt í 11-11 og keypti bláber fyrir 500 kall - og það var pínkulítil askja! Í sama tilfelli var enginn af ávextunum né grænmetinu verðmerkt, maður á bara að sætta sig við að fá taugaáfall á kassanum. Hvernig stendur eiginlega á því að neytendur eru teknir í rassgatið með þessum hætti aftur og aftur? Verður enginn annar pirraður á þessu nema ég eða hvað?

Kveðja,
Begga nánös
- www.dobermann.name -