Ég er sammála að nokkru leyti, en hins vegar vaknar upp sú spurning að ef við þyngjum dómana við kynferðisafbrotum, hvort glæpirnir versni ekki bara. Ef maður nokkur á hættu á að fá 12 ára fangelsisdóm fyrir nauðgun, þá gæti hann alveg eins tekið sénsinn: myrt fórnarlambið & losað sig við það. Ef það kemst upp um hann þá hækkar dómurinn bara um 4 ár í það mesta. Það kostar líka ríkið helling af peningum að halda þessum glæpamönnum uppi í fangelsi, ég vildi glöð að skattpeningar mínir færu í annað en að hýsa þetta pakk.
Þetta er svolítið flóknara mál en bara að þyngja dóma eða hækka miskabætur, það hefur bara fleiri vandamál í för með sér.
Persónulega vildi ég samt að kynferðisafbrotamenn væru geymdir á Surtsey eða Kolbeinsey, þangað til fórnarlömb þeirra hafa náð sér. Mannúðlegt eða ekki, þessir karlar hafa fyrirgert rétti sínum til mannréttinda.
Það er auðvitað ekki bara verið að gera föngunum greiða með því að halda þeim á bak við lás og slá. Þetta er alveg jafn mikið vörn fyrir aðra borgara. Ég hef ekkert á móti því að fólk sem hefur margoft ráðist á einhvern eða nauðgað einhverjum sé geymt langa-lengi í fangelsi. Þá get ég ímyndað mér að ég og aðrir séum ögn öruggari á meðan - að það sé einum villimanninum færra á landinu - og þá sofið örlítið betur á næturnar.
Og hve mikill er annars fælingarmáttur refsinga? Hafa verið gerðar einhverjar almennilegar kannanir? Einhvern veginn grunar mig að það sé ekki óttinn við lengri fangelsisvist sem fælir menn frá því að myrða fórnarlömb sín. Þessi rök eiga vel við í umræðu um dópsmygl og -sölu, en ég er ekki eins viss um að þau passi jafn vel hér.
Hins vegar er hugmyndin um fangaeyju alveg afskaplega góð. Sjálfur er ég mikill stuðningsmaður þess að gera Grímsey að einu stóru fangelsi. Það verður þó auðvitað að bíða þangað til að eyjan hefur lagst í eyði. Það væri jafnvel hægt að bjóðast til að taka við föngum (a.m.k. smákrimmum) annars staðar frá - gegn þóknun, auðvitað. Það er ansi mikið mál að ætla að strjúka þaðan.
Og meðan ég man; konur geta líka nauðgað (t.d. með “strap-on”). Það er heldur ekki hægt að fyrirgera “rétti sínum til mannréttinda”, annars vegar vegna þess að þar sem mannréttindi eru þau réttindi sem allir menn, alls staðar og óháð öllu öðru, annað hvort hafa eða ættu að hafa; hins vegar vegna þess að menn hafa ekki rétt til mannréttinda, heldur hafa menn þau einfaldlega (eða í.þ.m. ættu menn að hafa þau).
0
Fælingarmáttur refsinga mun vera sáralítill. Í fyrsta lagi ætlar sér enginn að nást og í öðru lagi eru sárafáir brotamenn sem eru að spá í refsingunni þegar þeir fremja glæpinn. Ég held að það hafi einu sinni gerst á Íslandi að maður sem hafði drepið einhvern í slagsmálum og var kominn út á skilorði drap aftur. Flest af þessu liði er ógæfufólk sem hefur lent í að drepa einhvern og ekki ætlað sér að gera það. Þeirra vandamál er ekki óviðráðanleg morðárátta heldur dóp og drykkja. Best að koma þessu liði bara í Krossinn, þar er það alla vega bara syngjandi á Omega og maður þarf ekki að hafa meiri áhyggjur af því.
Hvað nauðgara og barnaníðinga varðar þá er það annað mál og þeir yfirleitt endurtaka sína glæpi þannig að ég gæti alveg hugsað mér að svoleiðis menn færu inn fyrir lífstíð við t.d. 3ja brot. Það ætti líka að reyna að veita þeim meðferð meðan þeir sitja inni vegna þess að þeir almennt batna lítið við að sitja í steininum í nokkra mánuði.
0