Hæ frjals.
“Ertu fordómafull eða eitthvað ?”
Varðandi það hvort ég sé fordómafull þá er ég alveg viss um það já. Það hafa flestir einhverja fordóma og vita sjaldnast sjálfir hverjir þeir eru nákvæmlega. Sumir hafa kannski fordóma fyrir fólki sem hlustar á Britney Spears (hlýtur að vera vitlaust og grunnt, það er mjög algengt að dæma fólk um of útfrá smekk þess), aðrir fyrir Gothurum (hljóta að vera brjálaðir, (samkvæmt stelpu frá USA sem ég veit um sem hefur þessa fordóma) og einhver annar fyrir fólki sem ljótt, feitt, nördalegt eða what ever(sem er í sjálfu sér ekkert fallegra en að hafa fordóma fyrir svörtum, en mun algengara held ég, margir eru tilbúnari að tala við svertingja og gefa því séns að það sé skemmtileg manneskja, heldur en manneskju sem er ljót), einhver hefur kannski fordóma fyrir golfi, afþví það hefur svona hálf hallærislega og leiðinlega ímynd, þrátt fyrir Tiger Woods, og gæti aldrei hugsað sér að spila það sjálft að ráði og gefa því séns (ég gæti haft þá fordóma sjálf, (og svo framvegis), fólki í Krossinum (Ég hef þá sjálf kannski, en ég veit svo sem ekkert afhverju það er þarna og sumt eflaust bara ágætis fólk) og sumir halda að Íslendingar búi allir í snjóhúsum og séu “bara” villimenn, eins og þeir orða það sem finnst eitthvað athugavert við að eiga ekki Kapal sjónvarp. Þetta kallast allt saman fordómar. Ég hef ýmsa fordóma já, ég er alveg viss um það, en óska þér til hamingju með að hafa þá ekki, þú hlýtur að vera one in a million því ég hef aldrei kynnst svoleiðis manneskju.
“Einnig telur þú þig heppna fyrir að þekkja ekki ákveðið fólk(þú veist örugglega ekki allar ástæðurnar fyrir gjörðum þeirra en ert samt búin að dæma það).”
Hmmmm, þú hlýtur að vera eitthvað að misskilja mig, ég er ekki að telja mig heppna að þekkja ekki Japana því reyndar hef ég kynnst ágætis Japönum. Ég þekki líka fína Þjóðverja. Hins vegar tel ég mig heppna að þekkja ekki stríðsglæpamenn hvaða þjóðar sem þeir eru. Ég veit alveg heilmikið um ástæður þess fyrir gjörðum sínum, afþví að ég hef lesið um Japan og svona. Það er til dæmis til ofsatrúaðir Japanir sem gifta börnin sín ekki fólki sem hefur búið í hverfum þar sem er mikið af útlendingum, afþví slíkt fólk er “saurgað” af of mikilli og langvarnadi nærveru við útlendinga, þeir eru svo enn fleiri sem myndu ekki ganga svona langt en myndu til dæmis aldrei sitja við hliðina á þér í strætó eins og kom fram í einu svari hér. ( Ef þú villt lesa um þetta fann ég fyrir þig smá kynningu hérna neðst á þessari síðu, þar sem stafirnir hætta að vera ljósgrænir og verða dökk blágrænir og aðeins minni (bara svo þú þurfir ekki að lesa allt hitt)
http://www.hagakureweb.com/dark.htm) Þessi ofsatrú er svo sem ekki það hættulegasta, enda allt í lagi að allir séu ekkert saman ef fólk vill hafa það þannig, bara ef þeir láta hina sem eru ekki á sömu skoðun í friði, það sem er hættulegt eru skuggahliðar Japanskrar menningu, en það hefur í gegnum aldirnar þótt allt í lagi að Japanir undiroki aðrar Asíuþjóðir, þar sem þær séu “óæðri” (nasismi er ekkert svo ólíkur þessu er það?)…..og svo auðvitað tilraunir Japana við að hvítþvo sjálfa sig, í Japönskum kennslubókum er til dæmis aldrei minnst á að Japanir hafi gert neitt rangt!
“Hvað er það þegar maður dæmir hlutina áður en maður veit um það , ég hélt það væru fordómar þar sem þú gefur upp að eina þekking þín á þessu séu sögusagnir. ” Ég sagði aldrei að eina þekking mín á þessu væri sögusagnir, ég sagði bara að ég hefði aldrei vitað um hryllinginn í Kóreu kannski ef fólk þaðan hefði ekki sagt mér það (Ég hef verið og búið í útlöndum og það fjölmenningarlegri en hér) Þar með segji ég ekki að ég viti ekkert, bara að ég frétti þetta fyrst ekki í gegnum Kóreubúa sjálfa. Þú ert ansi duglegur í að lesa eitthvað bull milli lína hjá mér.
“Vandamálið sem ég á við er það að bandaríkjastjórn er ítrekað og ég meina ítrekað að fremja glæpi gegn mannkyninu og sjónvarpa því og reyna láta einhverja sykurhúðun á gerðir þeirra. Flestir vilja bara horfa í hina áttina og láta þetta bara koma fyrir. ” Ég er alveg sammála því sem þú ert að segja, en þú ert bara að segja hálfan sannleikan, það er nefnilega staðreynd að við vitum svo sem alveg jafn lítið um glæpi Japana og Bandaríkjanna en það gerir þá ekkert réttari fyrir því. (Japanir eru svo mikið í samskonar sykurhúðun, til dæmis er ekkert minnst á þeirra glæpi í skólabókum og Japan bara stanslaust dásamað í fjölmiðlum.)
“Sérðu ekki eitthvað munstur hérna ? Vietnam , hiroshima , afganistan o.s.f. prufaðu að rannsaka hvað olli flestum stríðum sem stjórn BNA stóð bakvið. Sjáðu svo tímalínuna , þeir eru ekkert að fara hætta þessu, til hvers það er enginn sem segir neitt við því sem þeir gera. Þessvegna tel ég það vera stærsta vandamálið í augnablikinu.”
Ég er ekkert hrifnari af Bandarískum stjórnmálum en þú.
“Eða hvað telur þú þig hæfa til þess að dæma virði mannlífs ? ”
Dæma virði mannslífs? Bíddu nú við, var ég eitthvað að segja að Kóresk líf væru öllum lífum verðmætari? Ég held að þú misskiljir mig eitthvað. Ég var ekkert að dæma virði lífa hér eitt né neitt.
“Hvort viltu frekar vera í kringum mann sem er búinn að drepa 10 manns eða mann sem hefur drepið 1 manneskju? Hvorn telur þú vera hættulegri ?”
Bíddu, Japanir drepið 1 mann og USA 10? Hefur þú eitthvað lesið sögu Japans eða?
Hér er tekið fyrir hluti af sögunni, svo sem viðurstyggilegar vísindatilraunir þeirra annars vegar og fjöldamorð þeirra á 200.000 saklausum Kínverjum 1937-1938, það er í WW2, og sumt fleira en þarna er bara tekið á mjög litlum hluta glæpanna, ekki til dæmis rætt um Kóreu minnir mig , en ef þú lest þetta ætti það að gefa þér vísbendingu. Þér finnst sem sagt rétt að halda stanslaust minningarathafnir um Japana (sem voru saklausir og allt, og vert að minnast) en uppfræða almenning ekki um í leiðinni að þetta var ekki svona einfalt, og tala ekki um fjöldamorð Japana á Kínverjum, Kóreubúum og svo framvegis, kynlífsþrælkun þeirra á Kóreskum konum og viðbjóðslegar vísindatilraunir sem drápu ótal menns tilraunadýrin af “óæðri” asískum þjóðum?
Væri sem sagt allt í lagi að enginn vissi neitt um Helförina og allir hættu að minnast á hana, en hins vegar kæmu allir reglulega saman og minntust saklausa fólksins í Dresden?
Og við erum bara að tala um WW2 hér, Japanir hafa öldum saman beitt aðrar Asískar þjóðir harðræði og myrt fólk samviskulaust, enda um “æðri” menn að ræða, eða það hafa þeir alltaf haldið (og halda margir enn) Og…….. I have got news for you!………, Asísku þjóðirnar í kringum þá treysta því ekkert að þeir séu eitthvað “hættir”…..ekkert frekar en þú treystir ekki BNA.
“Nýjustu vandamál okkar þurfa ekki að vera þau stærstu. Eða hvað ef ég drep mann , fer svo og lem mann á ég þá að sleppa við kæruna fyrir að hafa drepið manninn því hitt er nýlegra.” Hvenær sagði ég það, það er það hvernig fólk dæmir bara Kóresk og Kínversk líf í WW2 sem ekki þess virði að minnast á, og það mætti halda að reynt væri að útrýma minningunni um þau úr almennri þekkingu miðað við að kennslubækur hér minnast t.d yfirleitt ekki á þessi fjöldamorð. Væri ekki í lagi að minnast svo sem einu orði líka á Kínverjana og Kóreubúana við tjörnina? Afhverju ekki? Bíddu Japanir fjöldu líka FJÖLDAMORÐ bara rétt áður en þeir urðu fyrir því sjálfir. Urðu þeir eitthvað merkilegri við það eitt að drepast fyrir kjarnorkusprengju en ekki í hefðbundum hernaði, vísindatilraun eða hungurmorða í nauðungarvændi hjá Japan (Kóreskar konur sem lifðu nauðungarvændi af kvarta sumar yfir að hafa ekki einu sinni fengið mat, ekki það að ég býst við að þær hafi flestar hvort sem er viljað deyja og ég held að flestar stelpur séu sammála mér. Japanska ríkisstjórnin neitar svo að borga þessum fórnarlömbum bætur og málið er svo til þagað í hel þar í landi)
“Þú málar þetta bara svart og hvítt. Þú vilt meina að ef maður fylgji meirihluta afþví það sé í tísku þá sé það EKKI sannleikur né réttlæti vegna þess að það geti ekki farið saman ? Þessi rökfærsla er þvílíkt rugl.” Mér dettur ekki í hug að góðir hlutir geti ekki verið í tísku og ég sagði það aldrei. Ég er hins vegar að segja að fólk sem kynnir sér ekki málið sjálft getur ekki treyst því að það hafi vit til að dæma um það. Það þýðir ekkert að láta bara vinina, eða Össur, Steingrím og félag herstöðvarandstæðinga (sama myndi gilda um Heimdall eða eitthvað álíka) segja sér hvað manni á að finnast um hitt og þetta, nú eða RÚV, Stöð 2 og skólabækurnar. Ég er bara að benda á það. Að ég haldi að góðir hlutir geti ekki verið í tísku skil ég ekki hvernig þú færð út. Það er ágætt að lesa milli lína, en maður þarf þá að taka áhættuna að lesa fullt af kjaftæði þar ef maður er ekki því betri í því og ég veit ekki við hvern þú ert að tala hér, en það er greinilega ekki ég, þar sem þú gerir þér svona 99,99999% ranga mynd af skoðunum mínum og afhverju ég hef þær. Mér er svo sem sama.
“Maður á að sjálfsögðu að reyna , en við getum ekki farið að meta sum mannslíf yfir önnur og réttlætt það með því að segja ”það var þá , þetta er núna“. Mér bara dettur það ekki í hug! Það varst þú sem varst að tala um hvað USA væri vont í dag, en Japanir væru orðnir svo góðir eitthvað (mikil misskilningur hjá þér kannski, þar sem innrætið hefur ekkert breyst og eftirsjáin lítil sem engin. Viðtöl við japanska vísindamenn sýna til dæmis enga iðrun yfir að hafa myrt tilraunadýr sín frá ”óæðri“ asískum þjóðum, heldur aðeins mikla gremju að hafa þurft að hætta ”stórmerkilegum vísindatilraunum“! og ótal Japanir fyrirlíta útlendinga, þó unga fólkið sé auðvitað að verða ”MTV-legra“ í hugsun eins og einhver hérna benti á og hlustar ekki á foreldra sína þó þeir séu með rasisma. Hins vegar gildir þetta auðvitað ekki um allt ungt fólk frekar en annars staðar.)
”Ég sagði ekki þetta með koreu væri minniháttar vandmál - þú túlkaðir það bara þannig.“ Ja, þú varst nógu ákafur í gefa þér bara fyrirfram að ég væri Bushelskandi, dauðarefsingalover, og ”fordómafullur“ rasisti, sem metur sum mannslíf meira en önnur og allt það, bara afþví ég gagnrýndi að ekkert sé minnst á fjöldamorð á ótal Kínverjum og Kóreumönnum, en safnast saman ár eftir ár til að minnast Japana, eins og þeirra þjáning hafi verið eitthvað meiri eða merkilegri, sem hún var ekki, nema það að deyja fyrir einhverju ákveðnu vopni geri mann meira þess virði að eftir manni sé munað en ella.
Mig grunar svo sterklega að þú vitir bara ekkert um Kóreumálið, og hafir samt verið hér með ”fordóma“ gagnvart þeim sem þekkja það og finnst það hræðilegt og dálítil hræsni í því fólgin að safnast saman ár eftir ár til að minnast ”veslings Japanana“ en minnast aldrei á fólk sem var alveg jafnsaklaust og það og varð fyrir alveg jafn svívirðilegum glæpum (þú veist, ”vísindatilraunir“, fjöldamorð, nauðungarvændi…)……að því er virðist meðal ananrs vegna þess að það er ekki nógu ”pólítískt correct" (á Íslandi það er að segja) að minnast á það.
Thule SÓL