Síðast þegar ég vissi þá var búið koma á trúfrelsi á Íslandi fyrir löngu. En samt er þjóðsöngurinn ekkert nema lof um guð kristninnar. mér finnst það ekki sanngjarnt gagnvart öðrum trúarhópum (ætla að taka það fram að ég er Kristinnar trúar) og eoginlega ekki passa sem þjóðsöngur, sérstaklega ekki í trúfrjálsu landi.
Þjóðsöngurinn ætti að vera um þjóð og land. Eitthvað sem ætti að höfða til allrar þjóðarinnar og fólk gæti sungið saman eða eitthvað, t.d. á alþjóðlegum íþróttamótum. Þá er að ég best veit spilaður þjóðsöngur fyrir hvert lið og maður sér leikmennina syngja með sínum söng…. en svo kemur að Íslandi… og hvað sér maður þá? einn eða tveir geta sungið hluta úr laginu… Meira að segja útlendingum finnst þetta skrítið!!
Það er ekki eins og það sé ekki til gott lag um landið okkar… Hvað með “Ísland er land þitt” ??? og mörg önnur lög… “Ísland er land þitt” væri mun betri þjóðsöngur en “Ó guð vors lands”
Margir sem ég þekki vita ekki einusinni hver þjóðsöngurinn er!!
Mér finnst hann ekki passa lengur sem þjóðsöngur heldur bara sem sálmur í kirkju.
hér er þjóðsöngurinn fyrir þá sem ekki vita hvernig hann er:
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
:/: Íslands þúsund ár, :/:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
:/: Íslands þúsund ár :/:
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
:/: Íslands þúsund ár :/:
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.
Matthías Jochumsson
FluGkiSan!!!