Öxulveldi ömurleikans
Hér á eftir koma í nokkrum hlutum stuttar greinar þar sem ég mun fjalla um einskonar möndulveldi ömurleikans þar sem íbúarnir eru kúgaðir af valdhöfum, trúarofstæki og þekkingarskorti. Löndin sem ég tek fyrir eru; Líbía, Egyptaland, Saudi Arabia, Írak, Iran , Afganistan og Pakistan, í þeirri röð sem þau liggja á landakortinu.
Staða Líbíu undir einræðisstjórn Gadaffi er sérstök að því leiti að hún er landfræðilega í Afríku en á menningarlega meira skylt með Arabalöndunum til austurs. Gadaffi rændi völdum á sínum tíma og hefur haldið völdum í skjóli olíugróðans sem og hefur verið notaður til að styðja hryðjuverk, þar sem Lockerby “aðgerðin” ber hæst. Eftir að ellin fór að sækja á karlinn virðist hann vera að draga í land og reyna einskonar “makeover” á alþjóðavettvangi, og nýlega bauð hann ættingjum þeirra er fórust við Lockerby bætur.
Nýlega var Gadaffi að reyna að spila sig stórt á fundi Afríkuríkja þar sem hann talaði um hvað Afríka væri best og ætti glæsta framtíð fyrir sér, líklega dreymir hann um “Stór Afríku Samband”.
Á svona fundum er auðvitað vinsælt að tala um hvað hvíti maðurinn/vesturlönd hafa farið illa með Afríku, en það er hrikalega kaldhæðnislegt að um leið er þrælahald enn við lýði í t.d. Sudan, sem vel ætti heim á “ömurleikalistanum”. Ekki hefur heyrst um virka mótmælahreyfingu gegn Gadaffi en allar slíkar eru líklega barðar niður með hraði. Gadaffi stjórnar eins og fleiri í skjóli olíunnar og líklega fellur hann frá fyrr en olían klárast en hvað tekur við ?