Bin Laden?... fínn kall
Þegar allt hatrið á Bin Laden stendur sem hæst, og myndir af honum eru límdar á allar skotskífur, hefur einhver spáð í því hvernig þetta varð allt svona. Maður nefnir Bin Laden og hrollur fer niður bakið og fólk hugsar með skelfingu um þennann hættulegasta glæpamann veraldar. Ekki löngu eftir árásinar kom nafn hans upp og Bandaríkjaher var ekki í vafa og hamraði á því að hann væri sá seki. Eitthvað tafðist yfirlýsing Al-Qaeta sem lýsti þessu á hendur sér, enda eru þeir ekki feimnir við það venjulega að lýsa yfir ábyrgð. Maður beið eftir öllum þessum sönnunum sem hafði sannfært herinn svona rækilega. Aldrei komu þau, en það þurfti ekki, Bandaríkin sem heild voru sannfærð og var það staðfest þegar skeggjaður maður viðurkenndi það á lélegri myndbandsupptöku. Hvort þetta var hann í raun og veru eða hvað hann var að segja skiptir ekki öllu máli. Allt í einu var byrjað að sprengja Afganistan aftur til steinaldarinnar og vildi fólk láta þurrka þetta land út af kortinu. Hugsaði fólk út í allt saklausa fólkið sem lét lífið þar eða skiptir það engu máli? Allt í einu er Talibanastjórnin fallin og Bandaríkin tilnefna nýjan leiðtoga í landinu. Það er alltaf einhvað sem liggur að baki, þeim var nokkuð sama um Talibana í þessi tíu ár sem þeir nauðguðu landinu en allt í einu segir samviskan til sín og þeir “frelsa” þjóðina. Ég veit að þessar BNA samsæriskenningar eru orðnar frekar þreyttar en maður verður aðeins að spá í því hverju er verið að mata mann. Ég er reyndar aðeins að ýkja í titlinum, hann er sennilega enginn skáti og Al-Qaeta enginn skákklúbbur. Einnig var ljós í myrkrinu að stjórn Talabana skyldi falla, en maður verður aðeins að hugsa hver er að segja hvað, við hvern og hvers vegna. Það er t.d. mikill munur á fréttaflutningi í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er kannski ekki mikið vit í þessu en það eina sem ég er að segja er að hafa sjálstæða hugsun og oft þarf að lesa milli línanna til að sjá það sem liggur að baki.