Ungfrú innri fegurð er fyrsta fegurðarsamkeppni heims sem fer eingöngu fram í útvarpi. Þarna gefst stúlkum sem eru kannski svolítið óheppnar í framan og öllu atgervi að sýna fram á hjartagæsku og yndislegheit þrátt fyrir að vera ófríðar og feitar.
Við erum sex stúlkur sem erum komnar í úrslit og verða þau kynnt í þætti Sigurjóns Kjartanssonar föstudagsmorguninn 28.júní og mæli ég með að fólk leggi við hlustir á RadíóX 103,7og sjái hver verður fyrsta Ungfrú innri fegurð í heimi eða Ungfrú innri fegurð 2002.
Persónulega er ég mjög ánægð með þetta framtak og stuðlar það að breytingum á hugsunarhætti fólks um fegurð. Getur stelpa verið sæt þó hún sé með barkakýli? Er stelpa sæt þó hún sé með yfirvaraskegg og appelsínuhúð á handleggjunum. Getur stúlka verið fegurðardrottning þó að hún sé dvergur með sex tær? Svarið er já! Þökk sé Sigurjóni Kjartanssyni og co. Við getum öll verið falleg. Held ég……hvað finnst ykkur?
Takk fyrir
Elísabet Ólafsdóttir
keppandi í Ungfrú innri fegurð 2002