Kínverjar væru of margir til að þeim væri leyft að hafa lýðræði
Þetta finnst mér MJÖG áhugaverður punktur. Nú langar mig að vita hver mörkin eru fyrir því að lýðræði sé heppilegt stjórnarfar? Er það fleiri en 10 en færri en 100? Er það fleiri en 1 en færri en 100 milljónir? Eigum við sumsé að segja Indverjum, sem eru álíka margir og Kínverjar (nokkrar milljónir til eða frá er víst lítið þar), að þeir eigi að leggja niður lýðræðislegar kosningar og grípa aftur til lénsveldis?
Ef að Indverjum fjölgar en Kínverjum fækkar eigum við þá að biðja þá um að skipta um stjórnarfar við hina, því að þeir hafi farið yfir fólksfjöldamörkin?
Hvernig í ósköpunum fáið þið það út að það sé hægt að vera of margir til að lýðræðið gangi? Ekkert stjórnarfar gengur 100% upp, ekki einu sinni lýðræðið. Það er vitað mál, sumir leita að fullkomnu stjórnarfari á meðan að aðrir eru þess fullvissir að þeir hafi fundið það og vilja engu breyta, þó að aðrir bendi þeim á augljósa galla.
Hverjir eruð þið til að skrifa hér að Kínverjar séu ekki hæfir til þess að eiga eðlileg samskipti sín á milli og við aðrar þjóðir nema að þeir séu í fjötrum?
Hvernig liði ykkur ef að nú væri ályktað sem svo að ríki þar sem að færri en ein milljón manna gangi ekki upp í lýðræði, því mælist Bandaríkjastjórn og Evrópuráðið til þess að þau ríki sem að ekki telja milljón manna taki upp einræðisstjórn og skipi einræðisherra sem hafi úrslitavald.
Reyndar ef ég les þessa setningu hér á undan þá virðist sem að þessa dagana höfum við séð tilhneigingar í þessa átt hér á landi, en það kemur aðalpunkti greinarinnar ekki við.
Nú vil ég gjarnan fá að vita af hverju Kínverjum skuli haldið í fjötrum eins og mannóðum rökkum?
Summum ius summa inuria