Jebb, sammála, þetta er aukaatriði í sambandi við greinina, en ég var reyndar að svara svari sem mér fannst óviðeigandi sérstaklega, ekki henni.
Já, það er gaman að pæla í svona ólíkum siðum og þannig. En annars hafa Gyðingarnir fleiri ástæður en þessar og ég þekki þær ekki allar. Ein er einfaldlega sú að Guð vildi að þeir væru öðruvísi og hefðu aðra siði, sem sumir rabbíar og þannig segja víst að sé út af því að það sé nauðsynlegt að hafa fjölbreytta menningu á jörðinni því þannig verður við umburðarlyndara og vitrara mannkyn eða eitthvað álíka og auk þess hafi fjölbreytnin guðdómlegan og leyndan tilgang og trúaðir Gyðingar eru margir mjög mikið á móti “allir að vera eins” hugsunarhætti yfirhöfuð.
Annars eru víst margir Gyðingar meira sammála hindúunum líka þannig lagað, en þess vegna eru mjög margir Gyðingar grænmetisætur, það er talsvert algengara hjá þeim en flestum. Svo borðaði Adam víst bara grænmeti og kjötmetið var bara leyft seinna eða eitthvað álíka, og það sem val ekki sem skylda þó það sé deilt um þetta líka minnir mig. En það er sem sagt ókei að vera grænmetisæta, það er “kosher”, og reyndar líka “halal” og what ever, svo að grænmetisætur brjóta víst engin Gyðinga, múslima eða hindúa lög.
Sumir hindúar, brahmin, æðsta stétt hindúa, VERÐA svo að vera grænmetisætur, en allir hinir mega borða flest annað en nautakjöt vegna þess hve mikið við “skuldum” kúnni fyrir allar hennar gjafir og þvílíkt tákn þeim finnst hún vera fyrir móðurlega,góða aflið í heiminum.
Þetta snýst ekki um bragð nei, þó kannski taki einhver annar það inn í myndina.
Varðandi ostborgara mega Gyðingar svo ekki borða hann ekki bara afþví það er ostur og kjöt saman, heldur afþví að Gyðingar mega ekki borða þennan venjulega mjólkurost yfirleitt, þar sem það er víst notuð einhver innyfli úr dýrinu við framleiðslu hann, ekki bara mjólk, og hindúar mega ekki borða venjulegan mjólkurost svona eins og út í búð af sömu ástæðu, þar sem þetta er oftast úr kú þetta innyfli, þarmar eða what ever, man það ekki. En bæði Hindúar og Gyðingar mega borða alls konar annan ost og hindúar nota mjólkurafurð einmitt mjög mikið við sína matargerð, alls konar jógúrt og svona.
Svo við séum algjörlega komin út fyrir efnið bara :)
Fyrst þú hefur gaman af svona er annars uppáhaldsundarlegheitin mín við Gyðinga þessi hattur sem þeir bókstafstrúuðustu hafa alltaf á hausnum en hinir flestir stundum, þú veist svona lítill hattur á stærð við undirskál svipað þessu sem páfinn er með, eða ofstuttri sundskýlu. Þú hefur ábyggilega séð svona. Þessi hattur hefur nefnilega sérstakan tilgang og á að minna þá sem ganga með hann að Guð er hafinn yfir hugsanir þeirra og hugmyndir,
en þess vegna er hatturinn staðfestur fyrir ofan höfuðið. Hann er þarna svo að menn séu ekki of merkilegir með sig og haldi að þeir viti allt.
Og hatturinn minnir þá sem ganga með hann á að Guð er hafinn yfir hugsanir þeirra og hugmyndir almennt, einnig hugsanir þeirra og hugmyndir um Guð. Þeim bókstafstrúuðustu finnst svo vissara að taka hann bara aldrei af sér, svo þeir gleymi þessu aldrei, hvað Guð sé rosalega hátt hafinn yfir allt sem þeim kynni nokkurn tíman að detta í hug eða halda um Guð, og hann sé hafinn yfir allar hugsanir þeirra yfirhöfuð.
Nú orðið man ég alltaf eftir þessu ef ég sé svona hatt, þó það sé bara í blaðinu eða eitthvað og finnst ég þá ekki vita jafn mikið einhvern veginn og ég hélt, hehe :) Það má læra af öllum.
Þetta er sem sagt mjög svo ljóðrænn hattur.