Í ljósi þess að virkt lýðræði megi þróast í landi voru tel ég að einmitt um þessar mundir getum við með góðu móti myndað okkur afsöðu þess efnis hver okkar kjörnu fulltrúa kann að vera hæfastur til þess að efla lýðræðisþróun, og auka veg mannréttinda í voru landi og hver ekki.
Annar hvor ríkisstjórnarflokkanna hefur haldið um stjórnvaldstauma
varðandi heimsókn Kínaforseta og framkvæmd hennar, og þau afrek munu skráð á spjöld sögunnar, en einnig það atriði að stjórnarandstaða hefur nýtt sér til hins ýtrasta þetta tækifæri, þótt ekki hafi svo mjög látið til sín taka á þeim sviðum innanlands sem þar hefði þó sannarlega verið oft og iðulega þörf,á sviði mannréttinda í samfélagi voru og frekar virðist þar ofar á baugi að ræða um nauðsyn þess að koma landinu og hagsmunum þess á útsölu á torgi Evrópubandalagsins, svo þeir hinir sömu þurfi sjálfir ekki að lyfta lita fingri, í innanlandsmálum og lúta tapi í kjörfylgi þess vegna.
Stjórnmálamenn virðast því ekki gera sér grein fyrir því að almenningur sjái í gegn um þennan “ hlutabréfamarkað eiginhagsmuna hvers konar ” sem birtist með svo margvíslegu móti hvort sem um er að ræða rikjandi stjórnvöld eða stjórnarandstöðu.
Sjálf vil ég sjá stjórnmálamenn í þjónustu við fólkið, líkt og bæjarstjórann sem lét af störfum á Seltjarnarnesi eftir 38 ára setu við stjórnvölinn en sá hinn sami hafði það fyrir venju að loka
aldrei hurðinni að skrifstofu sinni sem án efa mætti vera fyrirmynd öðrum ríkjandi aðilum í þjónustu við fólk hér á landi fyrr og siðar.
með góðri kveðju.
gmaria.