Heimsókn forseta Kína er að ljúka.
Ég horfði á fréttirnar á Stöð 2 áðan og þessi einkarekna sjónvarpsstöð fjallaði um þennan viðburð í svona 20 mínútur.
Þeir fjölluðu um heimsóknina, hvernig hún fór fram(Sem er náttúrulega alveg skiljanlegt)
Og svo var Fjallað um Falun Gong og aftur Falun Gong, sem var að mínu mati ekki eitthvað til þess að fjalla um í allan þennan tíma því að þetta skiptir svo litlu máli að það hálfa væri nóg.
Ég las fréttir áðan á vísi.is og reyndust þær vera 42 sem fjölluðu um heimsóknina.
Þeir sem horfðu á fréttir áðan, sáuð þið viðbrögð lögreglumannsins sem mætti tveimur Falun Gong meðlimum sem voru að labba með hendur upp í loftið, án þess að vera að brjóta nokkuð af sér, og ekki á bannsvæði eða neitt!.
Lögreglan labbar á milli þeirra og ýtir þeim, eða öllu heldur hrindir!…
Ég spyr; Hvað er í gangi?
Þetta fólk braut ekki neitt af sér en samt er því mismunað því að þeir eru að gera eitthvað Falun Gong dót sem skaðar forseta Kína nákvæmlega ekki neitt!.
Ég spyr; Hvað eru íslensk stjórnvöld að spá???
Eru Falun Gong iðkendur ekki friðsamari mótmælendur en margur hver Íslendingurinn??????…
Skrifstofustjóri Utanríkisráðuneytisins talar um að þeir hafi brotið samning því að einn forsprakki þeirra hrópaði að forsetanum fyrir utan þjóðmenningarhúsið “Hættu að misþyrma okkur” eða eitthvað í þeim dúr og þá braut hann samninginn….
Samningurinn hljóðaði minnir mig á þann veg að þeir mættu ekki hópast að forsetanum, hrópa að honum, eða vera á bannsvæði….Sem Falun Gong iðkendur þá..
Umræddur var ekki í erindagjörðum Falun Gong heldur var hann þarna sem almennur borgari og þá tjúllast allt.
Það var fullt af fólki sem hafði ekki verið bendlað við nein vandamál sem mátti ekki koma hingað fyrr en í dag!!
Jón Baldvin sendiherra í Usa sagði þingmönnum þar að listinn væri kominn frá Scnecen ríkjunum(eða hvernig sem það er skrifað) en ekki Kínverskum yfirvöldum.
Íslensk stjórnvöld segja listann hafa verið unninn úr þeim upplýsingum sem íslensk lögregluyfirvöld höfðu undir höndum…
Þetta er mótsögn því að Jón Baldvin fékk þessar upplýsingar frá stjórnvöldum hér og stjórnvöld hér segja hitt við landa sína……..
EN nú er ég hættur að tjá mig og nöldra og bíð eftir að þið tjáið ykkur..
Gummi