Af hverju ert þú þeirrar skoðunar að það hafi verið í lagi að senda Danina í burtu en ekki þetta fólk?
Veistu ekki að Hells Angels og Bandidos eru lögleg samtök? Af hverju átti að vísa mönnunum úr landi? Þeir höfðu ekkert brotið af sér á Íslandi. Ég vil endilega endurtaka mig, einhverjir þeirra höfðu komið til Íslands nokkrum sinnum áður án þess að skapa nokkur vandræði, hvers vegna máttu þeir þá ekki koma aftur?
Nú eru ekki bara glæpamenn í þessum samtökum. Það er löglegt að eiga og keyra mótorhjól á Íslandi og hvernig er hægt að vísa meðlimum í samtökunum frá landinu?
Nú vil ég endilega benda þér á að rök lögreglunnar voru þau sömu og gegn Falun gong, þ.e. að talið var líklegt að þeir myndu viðhafa starfsemi sem gæti verið ólögleg eða skapað öryggi landsmanna í hættu.
Ég veit vel að Íslendingum þykir Greanpeace öfgasamtök vegna starfa þeirra gegn fisk-og hvalveiðum Íslendinga. En ég skrifaði nú að Greanpeace væru mjög virk samtök erlendis og umtöluð sem friðsamleg samtök.
Nú hvað ef hvalakallinn frá Greanpeace myndi droppa upp í Leifsstöð? Heldurðu að honum yrði ekki vísað úr landi? Myndir þú mótmæla því? Trúðu mér, en ég er nokkuð mikið viss um að ansi mörg lönd úti í hinum stóra heimi myndu láta í sér heyra.
Þetta snýst ekki um hvað Kínverjar eru að gera í sínu heimalandi. Þetta snýst um það að litla aumingja Ísland býr ekki yfir þeirri aðstöðu að geta tryggt öryggi landsbúa eða gesta landsins ef til mótmæla kemur. Það er ekki hægt að ábyrgjast að einhverjir verði ekki með læti. Hlutverk lífvarða kallsins er að verja hann, ekki hinn íslenska borgara. Hlutverk íslenska ríkisins er hins vegar að gera það, og eins og flotinn er í dag þá er hann ekki tilbúinn til þess.
Ef Kínverjarnir telja að ógn stafi af samtökunum þá á auðvitað að taka tillit til þess. Auðvitað er hægt að ganga út í öfgar. En ímyndaðu þér fótboltaleikinn í Köben fyrir tveimur árum … fyrir þann leik gaf breska lögreglan og FIFA (held ég) Danmörku lista yfir mörg nöfn sem þeir vildu að ekki væru í Danmörku meðan leikurinn væri.
Núna í byrjun júlí hefst fyrsta umferð EU-fundarins í Kaupmannahöfn. Lögreglan í Danmörku hefur staðið í ströngu undanfarið við að rannsaka öll möguleg samtök, alla þá sem voru með mótmæli í Gautaborg í fyrra, þeir sem viðhöfðu mestu lætin þar voru Danir. Borgin verður í nokkurs konar sóttkví út árið, og ansi margir eru á svörtum lista á flugvellinum. Allir starfsmenn fyrirtækja sem koma nálægt fundinum á allan hátt þurfa að skrifa undir samþykki fyrir að lögreglan megi athuga feril þeirra, og ef eitthvað “grunsamlegt” finnst þá fá hinir sömu einfaldlega ekki að mæta í vinnu á þessum tíma.
Þetta kallast varúðarráðstafanir! Og þær eru gerðar í því skyni að vernda aðila fundarins og alla þá almennu borgara sem koma nálægt honum. Þetta er ekki ólíkt því sem íslenska ríkið er að gera.
Ef fólk er á móti aðferðum kínverska ríkisins þá er um að gera að fjölmenna og mótmæla. Það er ekkert að því að mótmæla.
Hefur þú eða þið hin hér inni einhvern tímann verið viðstödd ALVÖRU mótmæli? Þar sem allt brýst í háaloft út af örfáaum hræðum sem vantar athygli … það er nefnilega síður en svo falleg sjón. Í þess háttar aðstöðu skiptir miklu máli að lögreglan kunni til verka og vinni skipulega. Íslenska lögreglan hefur ekki þurft að takast á við svoleiðis síðan sautjánhundruð og súrkál, sem betur fer, og þess vegna er óþarfi að bjóða hættunni heim.