Komiði sæl Hugarar.
Ég var að velta því fyrir mér hvort reglurnar um þetta væru ekki of linar? Ég hef heyrt um gamalt fólk sem er með hjartasjúkdóma, alzheimer ofl. sem eru ennþá með bílpróf. Það er eldri maður (ca. 85) sem býr á hæðinni fyrir ofan mig. Hann er með veikt hjarta og MJÖG hægvirkur (hann er sirka 3 daga að dútla í einu litlu beði úti í garði) en hann keyrir bílinn sinn samt. Stundum leggur hann hálfur í mitt stæði og ég hef séð hann keyra og það er hræðileg sjón. Hann er svo hægur að ég hugsa að ef að barn myndi hlaupa fyrir bílinn mundi hann ekki stoppa fyrr en uþb. 2 mínútum seinna. Auðvitað keyrir hann ekki mjög hratt en það er alveg sama, viðbrögðin eru hryllilega hæg og hann gæti auðveldlega slasað fólk.
Þetta er ekkert einsdæmi heyrist mér, ég heyri oft svona sögur af gömlu fólki. Ég geri mér grein fyrir því að það sé erfitt fyrir þetta fólk að missa hluta af sjálfstæði sínu þegar ökuskírteinið er tekið, en mér er alveg sama. Drukkin manneskja er með sljó viðbrögð og það er líka tekið hart á því, ég veit að þetta er kannski ekki alveg sambærilegt en alveg vert að athuga samt.
Kannski væri hægt að setja fólk í einhverja viðbragðsmælingu?
Ég persónulega skal alveg sætta mig við það að missa ökuskírteinið þegar ég verð gömul ef reglurnar verða hertar, ég vil ekki valda slysum.