Fyrtsu viðbrögð Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra við skýrzlu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um áætlaðan kostnað Íslands ef af aðild að Evrópusambandinu yrði, voru á þá leið að skýrzlan væri ónákvæm og illa unnin. Ennfremur sagði hann að hann drægi kostnaðartölur þær, sem skýrzlan nefndi til sögunnar, mjög í efa þar sem þær gerðu m.a. ekki ráð fyrir breyttum frosendum síðan 1995 þegar hagfræðistofnun áætlaði síðast kostnað Íslands vegna aðildar að ESB.
Sem fyrr sgeir snýst ein gagnrýni Halldórs um það að hagfræðistofnun hafi í tölum sínum ekki gert ráð fyrir breyttum forsendum síðan 1995 í útreikningum sínum. Í Kastljósi í kvöld, 5. júní, sagði Halldór hina vegar, aðspurður um hvaða kostnaðartölur hann teldi nær lagi, telja að tölur hagfræðistofnunar frá 1995 vera nær lagi en tölurnar hennar nú og ennfremur að hann teldi forsendur síðan 1995 sama og ekkert hafa breyzt. Hvernig gengur þetta upp? Halldór gerist þarna sjálfur sekur um það sem hann vill eigna hagfræðistofnun HÍ að ósekju.
Í sama viðtali sagði Halldór síðan að hann útilokaði ekki að tölur hagfræðistofnunar væru réttar og ef svo reyndist hefði hann verið á miklum villigötum í málinu. Hann er sem sagt ekki vissari í sinni sök en þetta. Hann vildi ennfremur ekki gefa upp neinar hugsanlegar tölur, sem hann teldi réttari en tölur hagfræðistofnunar, þegar hann var inntur eftir þeim.
Því má svo bæta við að forstöðumaður hagfræðistofnunar Háskóla Íslands mótmælti orðum Halldórs harðlega í fréttum Sjónvarps í kvöld. Hann sagði skýrzlu stofnunarinnar vel unna og niðurstöður hennar eins réttar og þær geta verið miðað við það sem vitað er í málinu í dag. Ennfremur að skýrzlan hafi ekki verið samin undir nokkrum pólitískum þrýstingi eða á neinn hátt pólitíkst heldur einungis á faglegan hátt. Að lokum sagði hann Halldór vega að starfsheiðri starfsmanna hagfræðistofnunar með aðdróttunum sínum um slæm vinnubrögð og illa unna skýrzlu sem enginn fótur væri fyrir.
Hjörtur J.
Með kveðju,