Ég held að það sé ákveðinn þrjóska hjá menntamálaraðuneytinu að halda, að með því að reyna hafa skólakerfin eins langt og það er í danmörku eða öðrum nágrannalöndum, þá sé verið að ná betra skólakerfi.
Hvernig væri að bæta ímynd og félagslíf í skólunum, frekar en að fara í einhverjar svona breytingar sem á ekki eftir að skila sér í neinu!
Ég hef reyndar kynnst því í nokkur ár hvernig nemendur í grunnskóla í danmörku hafa það, og ég get ekki annað en sagt að flest þeirra eru nautheimsk miðað við okkur! Þau hafa hörmulega landafræðikunnáttu, og eru mjög vitlaus almennt séð!
Það er greinilega ekki verðið að taka neitt tillit til fólks þegar sumarið hér á Íslandi er svo stutt að maður fær ekki einu sinni að njóta þess að fullu.
Og afhverju í ósköpunum er enn verið að kenna dönsku, vita þeir ekki hjá menntamálaráðuneytinu að það kominn 21 öldin, það er ekki nóg með að við erum sjálfstæð fyrir löngu síðan frá danmörku, en að við þurfum líka að læra málið þeirra er bara fullmikið að mínu mati, það er ekki eins og við getum talað þeirra mál!
Frekar mundi maður vilja læra þýsku eða norsku, frekar en þetta geimverumál sem danir tala!