Lenging skólaárs
Menntamálaráðuneyti hefur sent frá sér þá yfirlýsingu að skólaár grunsskólanema verði lengt um þrjár vikur á næsta ári og enn lengur þarnæsta ár þannig að greyin litlu sem verða þá í skóla þurfa að sitja sveitt á skólabekk alveg fram í júlí og fá þar með 6 vikna sumarfrí! Tilgangurinn er sá að börnin eigi að klára menntaskólann á 3 árum…EN… Það á líka að bæta við einum bekk í grunnskóla : 5 ára bekk!!! Þannig að grunnskólanemar eru ekkert að græða á þessu. Hafnar eru samningaviðræður við menntaskólana og á að lengja þeirra skólaár líka! Ég hef verið að tala við nokkra kennara og skólastjóra sem ég þekki og enginn af þeim hafa fengið að vita að þeir þurfi að búa til námsefni í samræmi við lenginguna og eftir fyrri reynslu verða þessar aukavikur ekkert nema þemadagar og föndur. Svo hafa skólarnir alls ekki efni á þessarri lengingu! Þetta er ekkert nema bull og við viljum mótmæla þessu. Á vefsíðunni www.dindill.com (sem er nemendasíða Hlíðaskóla) er undirskriftalisti í gangi gegn þessarri lengingu og höfum við nú safnað um 1000 undirskriftum og stefnum miklu hærra! Endilega skráið ykkur þar. Takk fyri