… að taka völdin??


Í gær var sagt frá því í fréttum að ungur maður, aðeins 22ja, hefði látist af áverkum sem hann hlaut þegar tveir guttar í kringum tvítugt réðust á hann að því er virðist tilefnislausu í miðbæ Reykjavíkur. Þetta gerðist auðvitað um helgi þegar fólk á að vera að “skemmta sér” niðrí miðbæ. Sumir virðast þó vera mættir í bæinn í öðrum erindagjörðum.

Nú er ég ekki mjög gömul, á miðjum þrítugsaldri og man því vel eftir því þegar ég var unglingur og fullorðna fólkið var að hneykslast á framkomu okkar og hegðun. Ég stórefa þó að unglingar míns tíma hafi verið nærri því jafn eirðarlausir, kærulausir og borið jafn litla virðingu fyrir náunganum og sjálfum sér eins og mér finnst unglingar gera í dag.

Auðvitað er meirihluti unglinga hið besta fólk en mér finnst sögurnar og fréttirnar sem maður er að fá orðnar oft of grófar og hreinlega hneykslanlegar og ógeðfelldar til að ég geti sagt annað en “Æskan landsins er að fara til fjandans” (allavega með þessu áframhaldi).

Hversu litla virðingu þarftu að bera fyrir sjálfum þér og náunganum og hversu veruleikafirrtur þarftu að vera til að geta barið mann til dauða !!! Mér finnst þetta vera hræðileg staðreynd sem allir ættu að hugsa vel um. Ég þekki það af eigin hendi hvernig ástandið er orðið á sumum stöðum, unglingar sogast inní slæman hóp þar sem eiturlyf, kynlíf og ofbeldi er eitthvað sem enginn hefur vit, þekkingu eða þroska til að skilja en samt stunda krakkarnir það og halda að þau séu svo flott og þroskuð, ef til vill er einhver slíkur sem les þessi orð hér og trúðu mér vinur/vinkona… eftir fimm ár áttu eftir að sjá eftir þessu öllu alveg hræðilega mikið, fólk á ekki að flýta sér að verða fullorðið, unglingsárin eru alltof fá til að sóa þeim í eiturlyf, óábyrgt og óþarft kynlíf, ofbeldi og annan ólifnað.

Ég vil endurtaka að ég veit að meirihluti unglinga er ágætis fólk, en þessi skaddaði hópur fer sífellt vaxandi og versnandi. Þegar ég var unglingur (fyrir eingungis 8 árum síðan) var ástandið ekki nærri því svona slæmt.

Sögur af því að unglingar séu að trúlofa sig eftir nokkra mánaða samand aðeins 15, 16 ára eru fáránlegar, aðrar sögur segja að til séu vinahópar sem stundi það að halda partí fyrir smástelpur sem totta þá (eða þeir ríða þeim) fyrir inngöngu í partíið sem tryggir þeim einnig frí eiturlyf og ofan á þetta eru strákar að berja hvorn annan til óbóta og nú hefur það endað með morði !!!

Ég er í raun ekki að spyrja neinnar spurningar með því að skrifa þessa grein. Það væri þó ágætt að heyra hvað fólki finnst um þetta, hafið þið einhverja skoðun á því hvernig margir unglingar eru farnir að haga sér? Mér finnst þetta allavega gríðarlega sorglegt og þá sérstaklega þeir atburðir sem áttu sér stað síðustu helgi sem urðu til þess að ungur maður í blóma lífsins lét lífið af tilefnislausu.