Má drepa fólk á netinu?
Það hefur þótt voðalega eðlilegt og sjálfsagður hlutur að hver sem er geti talað illa um aðra og þess vegna logið um aðra eins og hann vill svo lengi sem að það er gert á netinu. Sumir halda að þeir megi segja hvað sem er án þess að það hafi neinar afleiðingar svo lengi sem hann gerir það í gegnum tölvu en ekki í persónu. Raunveruleikinn er aftur á móti annar. Allt sem er sagt og gert á netinu hefur afleiðingar þó svo að það hafi ekki miklar afleiðingar fyrir þann sem situr fyrir framan skjáinn og skrifar þau orð.

Það er hverjum manni ljóst að einelti á netinu er raunveruleiki og það er eitthvað sem á ekki að eiga sér stað. Maður hefur séð mjög ljóta hlut skrifaða í athugasemdum á facebook og í fréttum er lítið annað en fólk sem talar illa um annað fólk án rökstuðnings. Yfirleitt er þetta bara álit þeirra og í þeirra heimi þarf ekki sannanir þar sem tjáningarfrelsi virðist hafa meira vægi en mannorð viðfangsefnisins.

Fréttasíðurnar eru ekki mikið að hjálpa til við að laga málið því það selur auðvitað minna og ég get svo sem skilið það að blöðin séu að reyna að gera hlutina krassandi. Það þýðir samt ekki að sá sem les fréttirnar eigi ekki að geta mótað sína eigin skoðun á málinu. Þegar fólk les fréttir af aðila sem er að gera eitthvað rosalega rangt og ef fyrsta hugsunin er „Það er eitthvað skrítið við þetta“ þá er það vanalega rétt. Þess vegna ættum við aðeins að hugsa okkur um áður en við förum að skrifa „Þetta er fáviti og aumingi! Drepum hann!“. Oftar en ekki kemur fram daginn eftir að frásögn þessarar fréttar hafi ekki verið rétt. Leyfum okkur sjálfum að taka skynsamlegar ákvarðanir áður en við förum að hlusta á hina og þessa.

Hér er allur pistillinn: 
http://vesen.tv/Pistlar/ma-drepa-folk-a-netinu.html