Maður hefur tekið eftir því að talsmáti hjá flestum okkar er svolítið neikvætt oft á tíðum. Ég sjálfur blóta mikið og hef vísu mjög góða stjórn á því þegar fólk er í kringum mig. Mér finnst stundum að sumir alþingismenn eru “djöfulsins valdaspilltir hálvitar”, og margir sem ég þekki hugsa líka á þennan veg. Við íslendingar lemjum ekki oft félaga okkar miðað við aðra vestrænar þjóðir, en fórum frekar meira í sálrænan slag, með því að kalla hvorn annan aumingja eða andskotans fífl osv. Ég hef eitthvað skrýtið ofnæmi fyrir stjórnmálamönnum, mér finnst þeir bara leiðinlegir sama hvað stjórnmálamenn gera, mér finnst oft eins og það breyti engu ef fleiri konur fá meira vald eða slíkt, maður er næstum búin að gefast upp á þessu þjóðfélagi okkar að það geti orðið betra en það er. Við erum rosalega góð í því að kalla aðra hálvita ef fólk gerir mistök eða einhver miskilningur á sér stað. Einelti er bara lítið dæmi af þessu öllusaman, og ef karlmenn líta svolítið asnalega út, þá köllum við þá homma eða nörda osv. Gott dæmi er þegar einhver skrifar dálk um eitthvað hér á hugi.is, það virðast alltaf vera einhver sem er tilbúinn í því að blóta helvítið laust og kalla viðkomandi allskyns nöfnum, bara vegna þess að einhver er með aðra skoðun á málinu. Auðvitað mega allir segja það sem þeir vilja, en maður trúir því stundum að sumir hafi gleymt hvað kurteisi sé, þó svo að það hafi verið skrifað móðgandi eða fordómafulla grein á hugi.is, er þá ekki hægt að segja með fínum orðum að maður sé ósammála?
Nú ef ég nefnt fá dæmi, en svo kemur sú spurning, afhverju erum við neikvæð? Og það getur verið svo rosalega margt eins og:
Vinnan er ömurleg.
Skólinn er fáranlegur.
Strætisvagnarnir koma aldrei á réttum tíma.
Allt er ógeðslega dýrt í verslunum.
Foreldrar manns eru ósanngjörn.
Enginn skilur mann.
Alltaf skítkalt úti.
Maður þarf alltaf að vakna svo helvíti snemma til að fara í vinnu eða í skólann.
Maður lifir vonlausu lífi.
Maður á enga alvöru vini.
Maður er alltaf stoppaður af löggunni af ástæðulausi.
Vinnufélagar manns eru alltaf að “pökkast” eitthvað í manni.
Maður fær aldrei nein frið heima hjá sér.
Aldrei neitt skemmtilegt í ríkissjónvarpinu og maður þarf að borga fyrir það.
Ströng áfengis og reykingalög.
Enginn man hvenær maður á afmæli.
Allir eru uppteknir af sjálfum sér.
Konur eru óskilljanlegar.
Alþingismenn og allir stjórnmálamenn eru hálvitar.
Enginn er stoltur af manni.
Karlar eru óskilljanlegir.
Maður fær aldrei hrós eða hvatningu frá neinum.
Allir líta á mann með furðulegum augum.
Enginn virðist nenna að sýna manni áhuga.
Allt of fáir frídagar í árinu.
Og svo framvegis, og svo framvegis! Listinn fyrir ofan skýrir kannski hluta málsins en kannski ekki alveg nákvæmlega hundrað prósent afhverju flest okkar erum neikvæð. Ég held að sannleikurinn er sá að flest okkar séum ósatt við stöðu okkar í þessu samfélagi og okkur finnst að maður sjálfur hafi það verra en allir aðrir, þó svo að maður geti ekki sannað það. Samt hittir maður fólk út á götu sem er bara hamingjusamt með sitt líf, og er aldrei með nein leiðindi. En við höfum samt mjög margar bjartar hliðar á okkar þjóðfélagi, eins og:
Ísland hefur fallegasta kvenfólk í heimi.
Ísland er fallegasta land í heimi.
Við erum örugglega með þeim fremstu í heimi til að nýta okkur upplýsingatæknina.
Við tölum ennþá næstum því sama málið sem var talað fyrir 1000 árum síðan.
Sá sem hefur borið titilinn sterkasti maður heims í nokkur ár, kemur frá Íslandi.
Landið okkar hefur hreinasta vatn í heimi.
Og svo er það margt annað í slíkum stíl sem við getum verið stoltir af. Ég held að lausnin sé við neikvæðni okkar, sé að við lítum björtum augum á samfélagið, þrátt fyrir galla þess og reynum að lifa með það að fólk er ólíkt og maður verður sem einstaklingur að lifa með það og reyna sjá góðu hliðarnar í fólki.
Svo er líka svo erfitt að segja að við erum neikvæð, þegar margir aðrir hafa kannski andstæða skoðun á því máli. Hvað finnst ykkur?