Manni finnst hálfurðuleg hvernig þjónustan hjá sýslumanni er í Reykjanesbæ, þeir opna kl 10 og síðan er lokað í hádeginu frá 12 til 13 og síðan er lokað kl 15:30!
Þetta eru alls 4 klukkutímar og 30 mín sem starfsfólkið vinnur þarna!…hvernig er þetta hægt!
Það vill svo til að flest fólk er að vinna 8 tíma á dag og það hreinlega kemst ekki til sýslumanns ef fólk þarf á því að halda, ekki fer fólk að eyða örfáum mín sem það fær í kaffitímunum sínum í að fara þangað og ekki er hægt að fara þangað í hádeginu því þá er lokað!
Fólk þarf hreinlega að biðja um leyfi hjá vinnuveitanda sínum að fá að skreppa frá.
Ekki veit maður hvernig þessu er háttað hjá öðrum bæjum úti á landi svo sem en þetta er hreinlega til skammar.