Fyrir nokkuð löngu var staða útvarpsstjóra Rásar 2, sem flytur til Akureyrar, auglýst og sóttu margir um þá stöðu. Meðal þeirra var Sigurður Þór Salvarsson, núverandi yfirmaður Norðurlandsdeildar Ríkisútvarpsins og fyrrverandi dagskrárstjóri á Rás 2. Þessi maður hefur háskólamenntun í fjölmiðlun frá Svíþjóð sem og margra ára starfsreynslu við allskonar fjölmiðlun.
Núna um daginn var tilkynnt að fresturinn til að sækja um yrði framlengdur.
Hvers vegna í ósköpunum?
Hver gæti verið hæfari í þetta starf en sá sem hefur unnið við ótrúlega svipað starf undanfarin ár við mjög góðan orðstír?
Hver þekkir innviði stofnunarinnar og fólkið betur en yfirmaður þess undanfarin ár?
Hvað finnst ykkur um allt þetta? Hafið þið myndað ykkur einhverja skoðun á málinu?

Zedlic