Víst svo margir eru ákafir í því að fleygja skít í reykingarmenn þá ætla ég að bera fram nokkra hluti.
Reykingarmenn borga helmingi meira í heilbrigðiskerfið heldur en þeir kosta. Þannig fólk sem reykir ekki er að nota peningana sem við reykingarfólkið lögðum inn, erum við að kvarta ?
Það er óhollara að vera of þungur heldur en að reykja. Ef ég vil koma því fram að feitt fólk sé ógeð því það sé sjónræn mengun myndu nú næstum allir mótmæla því.
Ég á ekki bíl. Gefur það mér rétt á því að kalla ykkur sem eiga bíl helvítis hálfvita sem eru að eyðileggja jörðina fyrir mér og að þið megið allir saman drepast. Og lyktin sem kemur af mér eftir alla þessa mengun er ógeðsleg ha… tala nú ekki um að þið eyðileggjið göturnar með nagladekkjunum ykkar og hljóðmenganirnar eftir ykkur plús tjara útum allt.
Allar þessar auglýsingar varðandi hvað reykingar eru ógeðslegar. Hey ég get auglýst hvað það er ógeðslegt að keyra bíl , EKKERT ykkar mun samt hætta keyra því get ég lofað.
Ég get líka sýnt ykkur mynd af róna og sagt að svona verðið þið ef þið drekkið alkahól. Hversu mörg ykkar myndu trúa því ?
Það er ekki sannað að reykingarfólk er verra starfsfólk heldur en þeir sem reykja ekki. Starfsmaður á rétt á 5minótna hléi á klukkutíma fresti , reykingarfólk nýtir það í sígó , hinir nýta það ekki.
Eða hvað viljið þið kannski reyna segja kvenfólk sé verra starfsfólk en karlfólk því það tekur það lengri tíma að fara á klósettið því það þarf að setjast niður ?
Að kaupa sígarettur styður stóru reykingarfyrirtækin. Þau auglýsa meira og nýtt fólk að byrjar að reykja. - Þetta er bara einfaldur business og snýst um peninga.
Ég get alveg eins borið við því að það eigi að banna áfengi, litlir ungir krakkar eru að drekka þetta og eyðileggja líf sitt og styrkja þessi fyrirtæki sem framleiða þetta og auglýsa meira. Tala nú ekki um hvað kostar að halda vogi, stuðlum og því company í gangi! Ef reykingar eru svona mikið vandamál í þjóðfélagi okkar afhverju fær fólk þá BORGAÐ fyrir að hætta í alkahóli og dópi en maður þarf að borga fyrir að hætta reykja ?
Það fólk sem finnst eitthvað að því að skemmtistaðir og veitingarstaðir séu ekki reyklausir má alveg lesa þetta.
Cafe Victor fór næstum því á hausinn við að reyna vera reyklaus staður , einfaldlega fólk sem reykir ekki vælir um þetta og segir þetta vera ástæðu til að fara ekki. Og þegar þetta breytist þá fer það hvort eð er ekkert. Veitingarstaðir og skemmtistaðir leyfa reykingar vegna þess að þeir græða á því meira heldur en ef þeir banna það sem aftur sýnir að þetta snýst um peninga.
Sem þýðir það að ef veitingarstaður leyfir reykingar er það einfaldlega vegna þess að þeir sem reykja eru betri og meira metnir viðskiptavinir en hinir.
Þið sem eruð með svona hrikalega mikið á móti reykingum eruð greinilega rosalega áhrifagjarnt fólk , beinið ykkur að því einhverjum hlut sem aðrir jafn áhrifagjarnir hafa fallið fyrir.
Og svo finnið þið ykkur eitthvað skotmark og reynið að taka það fyrir. Auk þess notið þið hluti uppúr sjónvarpi til að reyna nota á móti fólki. Hver sígaretta tekur blah blah blah af lífi þínu, ef þú reykjir í 10 ár missirðu eitt ár af lífi þínu.
Við sem reykjum sáum þetta líka sko , okkur er bara alveg sama. Ef og þegar við kjósum að hætta reykja gerum við það sama hvað ykkur finnst.
Þetta er alveg ógeðslegt HRÆSNI í ykkur. Þið eigið bíl og eyðileggjið ALLA jörðina smátt og smátt saman. Svo finnið þið einhvern sem reykti óvart oní 30 ára gamla manneskju og farið eitthvað að reyna kasta skít á hann. Einfaldlega þröngsýni og hræsni og ég efast ekki um að flest ykkar drekki. Fólk sem reykir ekki er ekkert betra fólk, bara öðruvísi lífstíll. Ekki er ég að dæma lífstílinn ykkar svo þið getið bara tekið þessa hræsni og þröngsýni og troðið henni uppá einhverja aðra heldur en þá sem reykja, svona farið nú að skammast í þeim sem eru að nota peningana ykkar í heilsugæslu eða atvinnuleysisbætur!
Ef þið viljið endilega reyna benda á annað fólk og segja það sé verra fólk þá skulið þið að minnsta kosti hafa eitthvað til að styðja það! Ekki bara mér finnst.