Ég vil kalla mig dýravin og af þeirri ástæðu finnst mér ljótur grikkur að geyma hesta inn í miðri höfuðborg þessa lands. Allur bílaniðurinn og ótal hljóð (s.s. við byggingaframhvæmdir) eru aðeins til að styggja og gera þennan diggasta þjón mannsins síðustu alda bæði geðíllan og taugaveiklaðan.

Hver kannast ekki við að ganga í makindum í Elliðardal en geta ekki notið veðurblíðunnar og náttúrunnar af stressi að stíga ekki í HESTASKÍT sem leynist við hvert fótmál!
Ekki nóg með að 2500 dýraníðingum finnist mikil hreyfin og holl útivera að sitja grafkyrr á baki þessa dvergvaxinna dýra heldur eru núna sprottin upp “hestagengi” sem eru litlu skárri en villtustu unglingaklíkurnar í Grafarvogi.
sbr.
http://www.visir.is/ifx/?MIval=frettir_btm&nr=118602&v=2

Hestar eiga heima uppí sveit!
“True words are never spoken”