Þarf ég allt í einu að vera skráður í eitthvað félag til að geta stundað í þróttir? Hvað með alla þá sem far í sund á hverjum morgni en eru ekki meðlimir í ÍSÍ? Allir þeir sem skokka á hverjum degi en eru ekki meðlimir í ÍSÍ? Allir þeir sem fara í gönguferðir á hverjum degi en eru ekki meðlimir í ÍSÍ? Er þetta kannski ekki að stunda íþróttir? Ég efast svo sannarlega um að alir þeir sem skella sér á hestbak, á einhverri hestaleigu skrái sig í ÍSÍ áður, finnst þér þá marktækt að meta íþróttir og vinsældir þeirra eftir skráðum meðlimum? Það er fyrir löngu vituð staðreynd, að flestir íþróttamenn og -konur eru þeir sem stunda íþróttir sem dægrastyttingu, td. tefla í kaffitímum, sund á morgna, vinnustaðafótbolti eða röskleg ganga eftir vinnu. Eða er það allt í einu mbl.is sem skilgreinir hverjir eru íþróttamenn og hverjir ekki. Ef ég man rétt, þú leiðréttir mig bara, þá heimsótti meira 1 milljón manns Laugardalslaugina seinasta ár. Eru allir þessir gestir skráðir í ÍSÍ?
Þeir sem eru skráðir félagar í liðum, klúbbum eða félögum sem eru meðlimir í ÍSÍ, eru flokkaðir í þær upplýsingar sem þú ert að vísa til. Taktu vel eftir orðunum …innan ÍSÍ…. þau segja allt sem segja þarf. Þú gleymir að næstum allir, ekki alveg allir, stunda einhverja íþrótt, að einhverju marki. Þú sérð það að skráðir iðkendur innan ÍSÍ voru 79.501 árið 2000(hvað með upplýsingar um 2001?) en á Íslandi búa um 300.000. Sitja hinir heima með fingurna í rassgatinu…eða hvað? Finnst þér ekki líklegra að einhver hluti þessa fólks stundi einhverjar íþróttir sem krefjast þess ekki að maður sé meðlimur í klúbb, eins og td. golf?
Varðandi hestanna á ný. Hvað vex á malarstígum? Tré, runnar, ber eða mosi? Ég næ ekki alveg utan um hvað það sé sem missir marks. Vilja ekki hestamenn vera á malbiki? Okay, ekki ætla ég að rífast við þig um það, enda hef ég ekki hugmynd um hvað hestamenn vilja og vilja ekki. En því miður kemur það fyrir að þeir neyðast til þess, ekki satt? Varla hverfa hestarnir niður í jörðina þegar þeir þurfa að fara yfir malbik, eða læra að fljúga allt í einu. Þegar það kemur fyrir, sem augljóslega gerist örsjaldan og aðeins hjá verstu hestmönnum, að hesturinn drulli á malbikaðan veg eða malarslóða, er það ekki hreinsað. Mér finnst, og taktu eftir, mér finnst það óviðunnandi, því mér finnst, þarna kom það aftur, hestaskítur alveg jafn ógeðfelldur og hunda- og kattaskítur. Ég geri þar ekki upp á milli.
Ég er alveg sammála þér um að hestamenn eigi að fá að hafa sín svæði í friði og þeir sem vilja ganga þar geri það á eigin ábyrgð, ef svo má segja. Þú hefur vissulega rétt fyrir þér þar. Ég fer til dæmis aldrei í gönguferð um Víðidal, en aftur á móti fer ég oft í gönguferð um efra-svæðið(nær Grafarholti) við Rauðavatn, á stígum þar sem hestaumferð er bönnuð, en því miður, má finna þó nokkuð af skít hesta. Ég veit vel að það leynist misjafn sauður í hverju fé osfrv., en það er ekki þar með sagt að umræðan eigi ekki rétt á sér. Gagnrýnin, þó svo að Cruxton hafi ekki sett hana rétt fram, er sönn og rétt og það þurfið þið hestamenn að horfast í augu við, rétt eins og hundaeigendur þurfa að horfast í augu við sína svörtu sauði. Þið, rétt eins og hundaeigendur, þurfið að standa saman um að koma í veg fyrir þetta, til að tryggja betri umræðu út í samfélaginu um íþróttina sem þið stundið.
Sjálfur er ég fótboltaþjálfari og hundaeigandi. Ég geri mér fulla grein fyrir kostum og göllum hvoru tveggja, vona ég, og reyni að haga mér eftir því. Ég geng ekki inn á skítugum takkaskóm inn í klefa, né líð nokkrum mínum iðkanda slíkt. Ég hreinsa upp eftir mína tík, hvar sem hún losar sig við stykkin sín innan borgarmarkanna eða á óæskilegum stöðum. Mér finnst ekki til of mikils ætlast af öðrum íþróttagreinum, hver svo sem hún er, eða dýraeigendum, til hins sama. Ef allir gera bara það sem þeim sýnist og er skítsama um náungann, verður samfélagið eitthvað betra fyrir vikið?
Þegar allt kemur til alls, þá er þetta spurning um virðingu við náungann. Vil ég að nágranni minn finni skít eftir tíkina mína í garðinum hjá sér? Vil ég finna hestaskít í garðinum hjá mér? Spurning hvort að hestamenn mættu ekki bara taka þessa umræðu til sín, hugsa um hvernig þeir geti bætt sig eða gert betur. Þannig vona ég að flestir taki þessu, þrátt fyrir þær sneiðar sem hafa flogið manna á milli. Þannig gerum við hlutina betri.