Það sem mig undrar og fer í taugarnar á mér er öll andúðin á hommum sem fram kemur í skrifum þessa dagana. Ég bendi t.d. máli mínu til stuðnings á svör lesenda við greininni “Ekki svona hratt” á kynlífskorkinum. Ég velti því fyrir mér hvort um sé að ræða stráka á þessum viðkvæma aldri þar sem þeir þurfa voða mikið að sanna “karlmennskuna” með því að halda því fram að þeir séu voða miklir kvennamenn, þó það næsta sem þeir hafi komist konum sé í gegnum Freemans pöntunarlistann, eða er ástæðan einhver önnur. Er eitthvað í vinsæltakúltúrnum sem hefur breyst og stuðlar að þessu? Er þetta íslensk þróun eða víðbreiddari?
Hver svo sem ástæðan er þá vona ég að þetta sé ekki eins útbreitt og virðist. Hvað varð um opið hugarfar, er það ekki vinsælt lengur? Hvað varð um að taka lífinu svolítið kúl, slaka á, og hafa bara gaman af fjölbreytninni í mannlífinu. Af hverju eru krakkarnir svona stressaðir á þessu?
Hvers vegna er það að ungt fólk í dag er fólkið með mestu fordómana og sem veður uppi með mestu þröngsýnina (ekki bara á þessu sviði). Þegar ég var unglingur, fyrir nokkrum árum síðan, þá var þetta hlutverk miðaldra+ fólksins, og við vorum þau sem vorum tilbúin að taka hverju sem var með afslöppun og skilningi.
Ég ætla ekki að þykjast skilja þetta, en ég vorkenni allavega unglingum dagsins í dag fyrir að vera svona taugaveiklaðir og óöruggir með sig.
“The days of cool are over”.
Vargu
(\_/)