Kosningaslagurinn er harður og oft er mikið skemmtilegt gert til að heilla kjósendur. Ég hef ákveðið að skrá mig á alla kosningalista og fara á öll kosningafyllerí og vera sannfærð um að ætla að kjósa þann sem veitir veitingarnar hverju sinni! Er það siðlaust?? Ég held ekki og ég er búin að taka saman næstu djömm flokkanna:

Í dag föstudaginn 17.maí heldur F-listinn partý.

“Partíið byrjar kl 17.00 og stendur yfir til kl. ca. 22.00 eða bara þar til stuðið klárast. Við ætlum að grilla pylsur (OG SVO ER FULLT AF BJÓR EN ÞAÐ STENDUR EKKI Á HEIMASÍÐUNNI EINHVERRA HLUTA VEGNA) og margir valinkunnir tónlistarmenn munu láta í sér heyra ss. Messías MC, Afkvæmi guðanna, léttrafmagnaður Trabant, nýtt prójekt Krumma úr Mínus lítur dagsins ljós, Moody Company auk reyndra plötusnúða sem snúa skífum í garðinum, DJ Kári , Árni, Natalie, meðreiðarsveinar og þjóðþekktir leynigestir.”

Á morgun laugardaginn 18.maí heldur R-listinn partý.

“Ungt Reykjavíkurlistafólk ætlar að taka yfir Ingólfsstræti laugardagskvöldið 18.maí. Á öllum kaffihúsum og krám götunnar verður eitthvað um að vera allt kvöldið. Á Ara í Ögri spilar 5ta herdeildin og heldur uppi léttri borgarstemmingu. Á Prikinu munu skífuþeytararnir Gullfoss og Geysir hrista upp í liðinu og þar verða jafnframt fríar veitingar meðan birgðir endast milli 20 og 22. Á Húsi málarans verður glatt á hjalla við tóna Geirfuglanna, og ef menn kjósa ró og næði, og spjall við frambjóðendur yfir bjórkrús, þá er boðið upp á Næsta bar.”

Á mánudaginn munu Sjálfstæðismenn í Kópavogi halda…“partý”.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi efna til samsætis á Players sportcafé, Bæjarlind 4, mánudaginn 20. maí klukkan 21.00. Gunnar blablabla flytur ávarp. Til máls taka frambjóðendurnir blablablablalba…… Kópavogsbúarnir og tónlistarmennirnir Stebbi, Eyfi, Sigga Bein og Grétar Ör flytja nokkur vel valin lög. Kópavogsbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og eiga skoðanaskipti við frambjóðendur um málefni komandi kosninga. Fundarstjóri er blablablablabla.

Hmmmm…….ekki býst ég nú við að kjósa D ef þeir halda svona áfram! En vá hvað kosningaslagurinn verður skemmtilegur…*hikk*

Betarokk.blogspot.com