Vísir, Þri. 14. maí 12:25
Hreinsun að ljúka í New York
Verið er að ljúka hreinsun svæðisins þar sem áður stóðu World Trade Center-turnarnir í New York. Rúmir átta mánuðir eru nú síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á byggingarnar. Tæplega 1,5 milljónir tonna af grjótmulningi og um 200 þúsund tonn af stáli hafa verið fjarlægð af svæðinu. Vonast er til að búið verða að hreinsa upp allt svæðið á næstu dögum. Rúmlega 1000 lík hafa fundist í rústum bygginganna.
1800 manns er enn saknað frá því 11. september.


Ég kóperaði þetta af vísi.is
Eru menn virkilega sammála því að það eigi að byggja á þessu svæði þar sem 1800 manns hreinlega hurfu eða hreinlaga sagt molnaði niður í beinflísar!
Þeir á 60 minutes voru að fjallla um mál um daginn og það var ekkert vitað hvort eigi að byggja á þessu svæði eða það verði nokkurn tímann gert.

Það eru vissar skoðarnir á þessu því þessi lóð er sú dýrasta í heimi.