Sælir Hugar!
Eins og margir vita eflaust hefur saksóknari gefið út ákæru á hendur Árna Johnsen vegna þess sem gerðist á síðasta ári auk annarra brota sem hann er sakaður um.Ákæran er í 27 liðum en hefur Árni einungis gengist við 11 þeirra.Viðtöl voru tekin við Árna bæði á Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu.Það sem mér persónulega fannst skondið við svör og yfirlýsingar Árna var gagnrýnin og harkan gegn fréttamönnum og fjölmiðlum yfirleitt.Sérstaklega það sem hann sagði um DV og Ríkisútvarpið að þeir fjölmiðlar væru mestu “mannæturnar”.En aftur á móti gat hann ekki svarað öllum þeim spurningum sem fyrir hann voru bornar t.d. í Kastljósi.Það hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvað maðurinn var nákvæmlega að hugsa þegar hann gerði þetta sem hann gerði (það er ekki hægt að neita því að hann er sekur um margt af þessu þó hann geti eflaust snúið út úr mörgu).Það sem ég hef líka velt fyrir mér er hvort hann hefði haldið áfram að innrétta eða breyta hjá sér á kostnað Þjóðleikhússins ef þetta hefði ekki komist upp?Enn fremur líka hvort það sé eitthvað meira sem ekki hefur komist upp sem hann hefur ef til vill gert?Árni fór mjög hörðum orðum um fjölmiðla landsins og líkti sér við gísl.Ég persónulega er sammála því að hann fékk rosalega útreið í fjölmiðlum og líkt og hann sagði sjálfur þá var minnst meira á hann en t.d. Osama Bin Laden og árásina á Bandaríkin.Mín skoðun er sú að sá dómur og sú refsing sem hann fékk í fjölmiðlum var ósanngjörn gagnvart honum sem manneskju en sá dómur og sú refsing sem hann á eftir að fá hjá dómurum málsins verður vonandi þung.Hann borgaði það sem hann taldi sig hafa gert rangt og kallaði það “mistök”.En það sem hann borgaði ekki og þar með þeir liðir þar sem hann neitar sök er eitthvað sem hann ætti líka að fá dóm fyrir ef sannast að hann hafi raunverulega átt þar hlut að máli.Hvað finnst ykkur?Hversu þungan dóm ætti hann að fá og finnst ykkur röng meðferðin sem hann fékk og hefur fengið í fjölmiðlum?
kv,Olgerland.