Sæl/Sæll thulesol.
Ég ætlaði að láta kyrrt liggja eftir mín tvö skeyti hingað, en gat ekki orða bundist. Þín ummæli eru innan “ ”:
“Það sem maðurinn gerði var rangt og hann hefur gert sér grein fyrir því og játað það.”
Já, en játaði hann það strax? Reyndi hann ekki eins og hann gat að hylma yfir það? Blekkti hann ekki fyrrum vinnufélaga Morgunblaðsins og laug að þeim, fékk þá á staðinn til að taka myndir og reyna að sanna mál sitt sem var svo bara blöff?
“Hefur þú aldrei gert neitt rangt?”
Eðlilega hafa allir misstigið sig eitthvað í lífinu, mismikið þó. Ég er þó ekki fulltrúi minna sveitunga á hinu háa Alþingi og ég fer ekki með peninga landa minna.
“Þetta sama stunda svo ótal manns í svipaðri stöðu og gera eflaust verri hluti en hann en lenda ekki í því að vera gripnir. Kannski er þetta því til einhvers góðs og þörf áminnig fyrir alla sem hafa hugleitt að gera eitthvað svona og hina sem hafa gert það en ekki verið gripnir sem eru eflaust margir.
Vonandi verður þetta Árna Johnsen mál bara til að gera samfélagið í heild sinni löghlýðnara og heiðarlegra.”
Við skulum ekki gleyma því að verið er að rannsaka í þessum rituðu orðum aðra embættismenn sem hafa nú þegar verið staðnir af því að misnota stöðu sína og almannafé.
“Þetta er nú ekki stór eða óalgeng yfirsjón hjá manninum og hann er alls, alls enginn stórglæpamaður.”
Ekki óalgeng yfirsjón? Hvaðan kemur þú? Það sem maðurinn er ákærðu fyrir eru misnotkun á rúmum 8 milljónum íslenskra króna, ég endurtek, 8 milljónir íslenskra króna. Segðu húsmóðirinni í grafarvoginum sem er að berjast við það að gefa ungunum sínum að borða og að halda endum saman að stuldur á 8 milljónum af almannfé sé ekki neitt stórmál. Segðu búðarhnuplaranum sem hefur fengið dóm fyrir að stela sér til matar fangelsi.. og það til að lifa af. Ekki á hann jeppa með sérnúmeri, bjálkahús né gengur að mat vísum.
“Hann hefur sýnt sína iðrun og er þá ekki komin tími til að sína manninum smá kristilega samúð frekar en vera með steinakast?”
Fannst þér hann vera að sýna iðrun í sjónvarpinu síðasta kvöld? Ég sá ekki betur en að hann væri að viðhalda því sem hann hefur gert frá fyrstu stundu, að ljúga að þjóðinni í beinni útsendingu. Ég er á því að flestir hafi verið farnir að vorkenna manngreyinu eitthvað síðustu daga, en þessi endurtekna lýgi í sjónvarpinu í gær hafi alveg farið með það. Ljóst er að maðurinn er siðblindur og þarfnast læknishjálpar eins og ég hef komið inná áður.
“Það er komið tími til að þessu einelti á manngreyið linni!
Ef við gefum honum annað tækifæri, afþví tagi sem margir vildu eflaust fá sjálfir, verður hann eflaust betri maður af þessu öllu saman. ”
Þessu var farið að linna, en maðurinn fór að gefa út veiðileyfi á sjálfan sig eins og ég hef áður komið inná í sjónvarinu í gær. Ef marka má yfirlýsingar hans í sjónvarpinu í gær og svar hans við spurningunni í Kastljósi “hefur þetta breytt þér” og svarið var “nei”… þá held ég að hann sé búinn að segja það sjálfur .. eða hvað?
“Fyndið annað hvernig ýmsir kollegar hans sem eru nú þekktir fyrir allt annað en að vera fullkomnir hafa gaman af að hnýta í þetta….”
Endilega komdu með nöfn og tilvitnanir.
“Látið manninn vera bara, þetta er bara venjulegur fjölskyldumaður, enginn milljóner og hvað þá mafíósi eða morðingi. Fínt að áminna manninn, hann átti það vissulega skilið…en eins og gamla fólkið segir ”Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur.“ Það er svo vissulega hræðilegt ef það er satt sem þessi maður segir að fjölskyldan hans hafi verið lögð í einelti af óvönduðum fréttamönnum út af þessu, og leitt að vita að slík skrýlsmennska viðgangist í samfélaginu.”
Eins og ég hef komið inná áður, þá hefur Árni sjálfur kosið að gefa högg á sér. Hérna eru menn aðeins að tjá skoðanir sínar á honum og hans málum. Og þau mál snerta einmitt alla landsmenn, við erum að tala um almannafé.
Ég hef einmitt fylgst nokkuð vel með þessu máli í fjölmiðlum og get ég ekki tekið undir það að um hafi verið að ræða “óvandaða fréttamennsku né skrýlslæti” að hálfu fréttamanna. Voru þeir ekki bara að vinna sitt verk? Að upplýsa lýðinn um það hvað er að gerast? Auðvitað verður það hitamál þegar lýðræislega kjörinn einstaklingur sem situr á Alþingi íslendinga misnotar aðstöðu sína og dregur sér fé. Við erum ekki að tala um eitt skipti eða tvö. Ég mæli með því að þú útskýrir þetta fyrir þeim sem þurfa að sækja mæðrastyrksnefnd heim fyrir jólin til að geta haldið jólin fyrir sig og sína.
Kastljós fólkið á einmitt hrós skilið fyrir hnitmiðaðar og góðar spurningar í þættinum í gær, sem Árni átti að vísu fullt með að reyna að forðast að svara.
“Ég er ekkert Árna Johnsen fan eða í Heimdalli, en mér finnst komið nóg af þessu einelti á mann sem er eflaust álíka mikill ágætiskall og hver annar og á börn sem hafa þurft að líða fyrir þetta allt saman.”
Ég er skráður í sjálfstæðisflokkinn, ekki mjög virkur en sjálfstæðismaður samt. Ég ætla að vona það að þú haldir ekki það að þeir einu sem eru þeirrar skoðunar að hann hafi breytt rangt séu í öðrum flokkum en xD. Ef svo er þá gengurðu villu vegar. Ég skal ekki efast um það að Árni sé ágætiskall og að öll hans fjölskylda hafi liðið fyrir þetta. En það er ekki mér að kenna, ekki þér, ekki starfsmönnum Byko, ekki RÚV og ekki DV heldur eingöngu Árna sjálfum. Hann er búinn að bjóa upp á þetta allt saman. Eins og ég hef áður sagt, síðasta útspil hans í fjölmiðlum undirskrifar það.
“Nú er nóg komið! Og vonandi þetta verði bara til góðs, bæði fyrir manninn sjálfan, hans nánustu og samfélagið í heild sinni. Við gerum öll mistök og það er fínt að læra af eigin mistökum og annara en óþarfi að velta sér upp úr þeim endalaust þegar það er orðið óþarfi og þegar það er orðið fram úr öllu hófi. Ég vona að fjölskylda mannsins sé látin í friði þessa dagana og þessari skrýlsmennsku hafi linnt.”
Hér gengurðu aftur villu vegar. Rétt er að ég minni þig á það að Árni kom fram til að skýra sína hlið málsins. Hann gerði það ekki né baðst afsökunar. Hannhélt áfram að ljúga, ég endurtek ljúga. Og það í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð.
“Og já, ég er ekki frá því að það hafi verið talað svipað mikið um manninn sem tók út ljósaseríur afþví hann var orðinn leiður á að bíða eftir kaupinu sínu, í fjölmiðlum á sínum tíma, og þennan Osama sem lét sprengja World Trade Center turnana í loft upp og banaði þannig ótal manns og gerði ótal börn munaðarlaus. Fjölmiðlar þurfa að taka sig á.”
Ég bara trúi því ekki að þú sért álíka vitlaus og Árni. Tók hann bara út ljósaseríu? Stal hann ljósaseríunni frá Jóni Jónssyni eða stal hann frá þjóðinni? Ef að Árni hefði stolið þessu frá Jóni Jónssyni þá hefði þetta ekki orðið svona mikið mál, nema hann hefði viðhaldið sama leik og hann gerði, þ.e.a.s. að ljúga aftur og aftur að þjóðinni í beinni útsendingu og þræta svo fyrir allt.
Auðvitað var það hrikalegur harmleikur sem gerðist þann 11 sept. og allt það. En að fara að líkja þeirri umfjöllun við Árna málið saman er ekki rétt.
Við lentum í svipuðu mannfalli miðað við höfðatölu (og í atburðinum 11. sept) þegar snjóflóðin í Súðavík og nágrenni féllu og fjöldi manns lést. Fannst þér fjölmiðlar þurfa að taka sig á þar? Fannst þér þeir fara offari?
Ég tel að þú þurfir að endurskoða viðhorf þitt til fjölmiðla, sérstaklega með tilliti til þess hvort verið sé að ræða um innlendan eða erlendan viðurð og áhrif hanns á þjóðina.
“Fyrirgefum bara grey manninum, hann er búin að ganga í gegnum algjört helvíti útaf þessu, skilur nú að þetta var rangt, þó þetta sé nú varla stórkostlegur, ómannlegur grimmdarglæpur af neinu tagi, og hann vill bara fá annað tækifæri eins og aðrir sem gera mistök og á það ekkert síður skilið en ég og þú og allir aðrir sem hafa gert mistök :)”
Ég í sjálfu sér sé ekkert að því að manninum verði fyrirgefið, svo lengi sem hann átti sig sjálfur á því sem hann hefur gert. Það er annað að fremja glæp, játa hann og taka út refsingu og byrja upp á nýtt og að fremja glæp, neita honum, ljúga til um hann, villa um fyrir mönnum og reyna svo að koma því yfir á blaðamenn a þorrinn sé tilkominn vegna þess að blaða/fréttamenn séu á móti honum.
Ég borga tæp 40% í tekjuskatt, ég fer í útí búð óg versla í matinn og af því fara tæp 25% í skatt. Ég versla bensín á bílinn og af hverkum lítra sem ég dæli fer um 90% í skatt. Ég versla mér tóbak óg ennþá fleyri prósentur af þeim aurum fer í skatt.
Ég er búinn a vinna hörðum höndum til að afla þessa tekna, meirihlutinn fer í gjöld til ríkisins af því sem ég eyði.
Ég ætlast til þess, ég endurtek, ég ætlast til þess að þeim peningum sem ég legg í sameiginlegan sjóð okkar allra sé vel varið.
Eins og ég hef áður sagt, þá er það alvarlega að mínu mati þegar lýræðislega kjörinn fulltrúi er að misnota fé okkar allra en þegar Jón Jóns er að stela frá Jóni Jóns (þó svo að það sé auðvitað mjög alvarlegt, ég dreg ekki úr því). Hinsvegar finnst mér mál Árna vottur um siðblindu og græðgi. Ég ætla a vona að þetta verði öðrum víti til varnaðar.
Og það að það skuli þurfa starfsmann á lager hjá Byko til að upplýsa þetta mál er hneyksli fyrir “innra eftirlit” íslenska ríkisins, grinilegt er að það þarf að taka eitthvað til þar.
Mig langar líka að taka það fram að ég hef alfarið snúið mínum litlu viðskiptum til Byko's eftir þetta. Starfsmaðurinn á hrós skilið fyrir að þora að standa upp og benda á þetta sem og allir aðrir sem komu að því að upplýsa þetta mál.
Eðlilega eiga allir að fá annan séns, ég er alveg sammála þér í því. En til að geta byrjað uppá nýtt verða menn að átta sig á sínu broti er það ekki? Ef menn eru í afneitun þá geta þeir varla byrjað upp á nýtt eða hvað?
kv,
MS
Endilega lestu svar mitt til Ihg, það gæti mögulega komið þér á óvart, þar sem þú virðist misskilja hvers konar samúð ég hef með Árna og afhverju. Í svari mínu til Ihg, hér á undan, kemur fram nær allt sem ég vildi segja við þig.
Varðandi það sem ekki kemur frammi í svarinu til Ihg, sem er flest ólíkt mikilvægara, þá:
Hvaðan hef ég það að margir komist upp með að gera svona hluti eins og Árni? Ja, jafnvel Davíð Oddson sagði þetta við fjölmiðla, man ekki alveg hvar en það kemur fram í þessari umræðu eða annari um Árna minnir mig. Nöfn og tilvitnanir? Þú ert greinilega ekki manna best að þér í kjaftasögum Íslendinga, en ég heyri þær mikið og vill helst ekki taka þátt í þeim. Að Davíð Oddson sem veit þetta allt eflaust betur en ég, skuli segja að það sé heilmikið til í þeim og þetta geri vissulega aðrir segir þó kannski allt sem segja þarf…Ef ég hefði virkilega áhuga á því að birta það sem ég hef heyrt og finnst líklegast að eitthvað sé til í, þá myndi ég líklega hafa samband við Séð og heyrt og vera að minnsta kosti 1.flokks kjaftakelling, og fá greitt fyrir, en veistu hvað, ég er bara ekki þannig manngerð. Ég luma satt að segja á nokkrum vægast sagt krassandi kjaftasögum um fræga og virta Íslendinga, sem ég veit fyrir víst að eru sannar, og gætu kannski lagt líf fólks í rúst ef breiddust út, en þessar sögur hef ég engum sagt þó mér hafi sagt verið sagt þær og það mun ég aldrei gera. Ég býst við að það sama gildi um marga Íslendinga ,enda er þetta lítið land, og það gerir eflaust líf fólks betra að til séu fjölmargir Íslendingar sem þegja yfir svæsnustu sögum sem eflaust hefðu annars breiðst út um allar sveitir fyrir löngu. Flest það hræðilegasta sem ég veit er ekki fjármálalegs eðlis og hefur ekkert með misnotkun á almannafé að gera, en yrði líklega meira hneykslisefni og á ekki heima á síðum blaða ef þú spyrð mig, þrátt fyrir að margir séu mér eflaust ósammála. Það er bara ekkert fallegt við að eyðileggja líf annars fólks.
Ég á mína galla eins og annað fólk, en lausmælgni er ekki ein af þeim, að minnsta kosti aldrei þegar um alvarlega hluti og hneykslismál er að ræða. Þetta er satt að segja það mesta sem ég hef nokkurn tíman tjáð mig við nokkurn um þessar sögur síðan ég heyrði þær, og það, Guði sé lof, án þess að láta orð uppi, enda slúður af alvarlegasta tagi, því sem getur rústað lífi annars fólks ekki eitthvað sem ég kæri mig um að tala um við neinn. Ef þú villt hins vegar krefja einhvern um minna krassandi slúður, sem ég hef vissulega sjálf heyrt, úr heimi fésvika, þá skalltu bara endilega hringja í expertið sjálft í þessum málum, Davíð Oddson, eða banka upp á hjá honum, og spyrja hvort hann geti ekki gefið þér upp einhver nöfn. Hann veit þetta eflaust allt betur en ég, og hefur játað að Árni er svo sannarlega ekki einn, en ég lofa þér því að hann mun ekki segja þér orð þrátt fyrir að þekkja manninn ekki neitt, vegna þess að fólk sem vill teljast heiðarlegt, eins og nauðsyn er í hans starfi, forðast slúður af augljósum ástæðum. Ég þakka bara innilega fyrir álitið á mér.
Ég held að allt annað sem þú spurðir mig um ætti að koma fram í svari mínu til Ihg, og legg til að þú lesir það, þar sem þú gerir þér greinilega ranghugmyndir um þetta svar mitt um Árna sem virðist hafa boðið upp á ýmsar rangtúlkanir óvart, æ mér er svo sem sama….
0