Ég er nú ekki vön að tjá mig hér inn á þessu áhugamáli, en mér finnst nú ég hafa ástæðu til, því ég var að horfa á kastljós fyrr í kvöld, og hef sjaldan skemmt mér eins mikið, yfir sjónvarpinu. Það var viðtal við hinn margumrædda Árna Johnsen. Ég veit að margir hér eru komnir með æluna í hálsinn yfir þessu umræðuefni, skil það alveg, ég hef sama álit á allri Osama Bin Laden umræðu, þoli þær hreinlega ekki.
Ég man þegar mamma mín missti einu sinni út úr sér: manneskjan er svo vitlaus að hún trúir því virkilega sem hún er að segja. Ég man ekki af hvaða tilfelli hún sagði þetta, en mér datt þetta oft í hug þegar ég horfði á þetta viðtal. Greyið maðurinn var á nálum, þorði varla að hleypa Evu Maríu Jónsdóttur og Kristjáni (eða heitir hann Kjartan..?) Jónssyni að því hann vissi varla hvernig hann gæti kjaftað sig út úr því.
Orðið mistök kom skemmtilega oft fyrir hjá honum, og ja kannski voru þetta mistök, en hvernig túlkum við mistök?
Ef ég fer út í búð en enginn er við kassann, ég labba út með vörurnar án þess að borga, eru það þá mistök?
Samkvæmt honum var þetta svona. Hann fékk ekki borgað fyrir vinnu sína annað andartakið og hitt andartakið fékk hann þó 10 þús. kr á mánuði. Hann var ekkert að röfla yfir því að fá ekkert borgað, því það var svo mikið vesen. Miklu þægilegra að fara bara í byko og endurinnrétta húsið sitt (bílskúrinn eða hvað sem er).
Greyið maðurinn fór bara í hringi að mínu mati í viðtalinu, og ég beið bara eftir því að hann myndi brotna saman og fara að gráta.
Og fannst mér líka sniðugt að alltaf þegar óþægilegar spurningar voru bornar upp sagðist hann ekki ætla að tjá sig um málið!
Mér fannst Eva María og Kristján vera góð í spyrilhlutverkinu, þau komu með hnitmiðaðar og skemmtilegar spurningar, sem Árni greyið gat varla klórað sig út úr. Kannski var farið svolítið harkalega að honum, en ég meina, í mínum augum er hann ekkert annað en maður sem fremur glæp (skilgreining á glæp: maður sem gerir eitthvað sem er bannað með lögum) og af hverju eigum við að vera eitthvað mýkri við hann en aðra menn sem fremja glæpi? Auðvitað vekur hann og mál hans mikla umfjöllun, hann var nú alþingismaður.
Hvað eftir annað rak ég upp hlátursrokur vegna þess að það eina sem ég gat hugsað um var “og þessi maður komst inn á þing!” en pabbi, sem horfði á þetta viðtal með mér útskýrði það fyrir mér að þeir þyrftu nú ekki að vera ýkja gáfaðir til að komast inn á þing. Ég fylgist ekkert með neinu sem tengist stjórnmálum, og tengist því skoðun mín á þessum manni og þessum glæp sem hann framdi (og er alveg 100% ekkert einsdæmi, ég er alls ekki að segja það) mínum stjórnmála skoðunum.
Ég vil bara þakka Árna Johnsen fyrir óborganlega skemmtun í kvöld.. já og RÚV mönnum!
Og athugið að ég passaði alltaf að segja “mitt álit, mér finnst lala” og þá meina ég að þetta er aðeins mín skoðun, og geri fastlega ráð fyrir því að margir hérna séu ósammála mér!
kveðja kvkhamlet