Halló einu sinni enn hugar!
Ég tók eftir einu þegar síðustu Ólympíuleikar fatlaðra fóru fram og það var mismunun í fjölmiðlum og víðar.Ég tel að fatlaðir íþróttamenn sem séu að gera góða hluti eigi virkilega að fá sömu rosalegu umfjöllun og aðrir íþróttamenn okkar.
Það sem mér fannst hvað mest hneykslandi var eftirfarandi dæmi :
Þegar Vala stangastökkvari náði bronsi á Ólympíuleikunum var ekki minnst á annað í fjölmiðlum og tímaritum.Hvað sem maður las var grein um hana eða heillaóskir með árangurinn.Ég er mjög ánægður fyrir hennar hönd með þann árangur hennar í stangarstökki en finnst mjög fáranlegt það sem gerðist um svipað leyti.Þegar ein af okkar bestu sundkonum fatlaðra (ef ekki sú besta) hampaði mörgum gullverðlaunum auk annarra verðlauna var ekki nærri því jafnvel fjallað um hana eða árangur hennar í fjölmiðlum.
Átti hún ekki skilið jafnmikla athygli og umtal og Vala?
Vala náði bronsverðlaunum en hin gullverðlaunum auk silfurs ofl.
Það er langt síðan þetta var en mér fannst samt sem áður allt í fína að tala um þetta því þetta er alger mismunun eins og fólk gat vel tekið eftir á þessum tíma og getur ef slíkar aðstæður koma upp aftur (sem maður veit aldrei nema geti komið upp).
kv,Olgerland