besser: Þú MÁTT tjá þig, en þú verður líka að geta ÁBYRGST það sem þú segir.
Í lögum stendur EKKI:“það er bannað að segja ”Davíð Oddsson er ljótur og feitur flautuþyrill“” Þú getur sagt þetta ef þú vilt, EN telji Davíð Oddsson þessi ummæli vega að æru sinni getur hann kannski samkvæmt 234 grein hegningalaga höfðað mál gagnvart þér; "234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.“
Það er hins vegar ekkert víst að þú yrðir sakfelldur.
Þú segir: ”en ég hlýt að mega segja “Ég er orðinn langþreyttur á Davíð sem stjórnmálamanni og finnst hann ósanngjarn, hrokafullur og sjálfumglaður”“
Ég get ekki séð að þú sér að vega að æru Davíðs með þessum orðum, þú ert bara að segja hvað ÞÉR FINNST um hann sem stjórnmálamann, en engu að síður berðu ábyrgð á þessum orðum eins og öllu öðru sem þú segir eða skrifar. Og kannski finnst Davíð þessi ummæli niðrandi og vill höfða mál, en ég veit ekki hvort þetta dugar til að málið yrði tekið fyrir.
Þetta með innflytjendalögin, þá er það allt annað mál, þú ert ekki að vega að mannorði einhvers eða æru ef þú tjáir skoðanir þínar á einhverjum lögum. Og ég veit ekki betur en þér sé fullfrjálst að segja það sem þú vilt um þau. Nema það sannist fyrir dómi að það sem þú sagðir um lögin stuðli að ”glundroða“ eða eitthvað slíkt!
Og það stendur held ég HVERGI í lögum að þú megir eða megir ekki hata þennan eða hinn.
Ég efast stórlega um að þú yrðir sakfelldur fyrir að segja:”mér líkar ekki við svertingja“ (efast meira að segja að hægt sé að höfða mál gegn þér fyrir það).
Ef þér líkar ekki við svertingja ertu ekki að segja neitt um svertingja sem slíka, og því ekki að vega að æru þeirra eða bera út róg um þá. Þú ert bara að segja HVAÐ ÞÉR LÍKAR EKKI VIÐ.
Ef þú hins vegar segðir ”mér líkar ekki við svertingja, þeir eru allir illmenni og þjófar“ er það allt annað mál ÞÁ ertu að bera út RÓG um þá, alhæfa um hóp manna útfrá litarhátt þeirra og það getur varðað við lög, sbr. 233. grein a hegningalaga: ”Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]"
En athugaðu að þarna stendur OPINBERLEGA, þú getur þá líklega alveg sagt einhverja svona vitleysu heima hjá þér ef þú vilt, en ef þú segðir þetta t.d. á huga væri kannski hægt að kæra þig.