Ég rakst á þessa <a href="http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html? nid=800701“title=”Jón selur Hótel Örk“target=”_blank">frétt</a> á mbl.is en hún var ekki lengi frammi á forsíðunni enda mikið að gerast í dag, brunar og Arafat… . Mitt álit á þessari sölu hans Jóns er mjög jákvæð enda hefur hann alls ekki verið góður stjórnandi(systir mín vann þarna um tíma og er alltaf að hallmæla honum) Hótel Örk er mjög flott hótel og tók það mörg fyrirtæki í Hveragerði í gjaldþrot þegar það var byggt. En eftir stendur glæsileg bygging sem lífkar upp á bæinn minn. Nýju eigendurnir eru Grand Ísland ehf. og hafa þeir gefið í skyn að þeir ætli að fríska upp á hótelið. Ég er golfari og var þarna ágætis par 3 golfvöllur á meðan GHG var með aðstöðu á vellinum. Nú er þessi völlur í niðuníðslu arfi í sandgryfjum og flatirnar ekki haldið við sem skildi. Auk þess eru nokkrir tennisvellir og í fjarlægð sýnast þeir í mikilli niðurníðslu.
Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum hjá Grand Ísland ehf en það er ánægjulegt að það er kominn, vonandi betri eigandi að Hótel Örk
Virðingafyllst
Halli25