þetta er tekið af visir.is , en mér finns það sem kemur framm í þessari grein verðskulda umræðu. hvað finnst þér um fátækt á íslandi.

ég verð að segja að þar sem ég bý hjá ömmu og afa þá tek ég eftir að lyfja og lækniskostanður hefur aukist hjá þeim.

—————————————————————

Vísir, Fim. 2. maí 16:37

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í leiðara fréttabréfs SA þá þjóðfélagslýsingu sem biritst í sameiginlegu ávarpi verkalýðshreyfingarinnar þann 1. maí vera byggða á gamaldags upphrópunum og rangtúlkunum.

Hannes hafbar því m.a. að bilið milli ríkra og snauðra fari breikkandi “þar sem peningamenn hafi rakað saman milljörðum á undanförnum árum í skjóli stjórnvalda sem bjóði þeim alls kyns fyrirgreiðslu og skattaívilnanir”. Þá vill hann ekki heldur kannast við að útgjöld til húsnæðis- og heilbrigðismála hafi margfaldast og að algengt sé að “fólk veigri sér við að leita læknisþjónustu og kaupa nauðsynleg lyf vegna fátæktar og fátækt fólk standi í biðröðum við hjálparstofnanir eftir matargjöfum”.

Hann segir ýkjur af þessu tagi eiga lítið skylt við íslenskt þjóðfélag þó “vissulega séu til dæmi um mikla erfiðleika og jafnvel fátækt hér á landi”. Þessi heimsósómalýsing standist einfaldlega illa hlutlæga skoðun á íslensku þjóðfélagsástandi í dag og sé byggð á innistæðulitlum og gamaldags gífuryrðum um örbirgð og neyð og eigi ekki við í því “þjóðfélagi sem við búum í þar sem kjörin eru betri en nokkru sinni fyrr, kaupmáttur í sögulegu hámarki og full atvinna ríkjandi.”