Afsökunarbeiðni.
Með þessari grein minni vil ég koma á framfæri stórum mistökum sem ég gerði sem Hugari.
Við skrifum jú öll undir nafnleynd og allt í góðu með það og flestir vita það að þegar maður skrifar ekki undir réttnefni þá verður maður að vera orðvar í garð náungans.
Fyrir svolitlu síðan sendi ég inn komment á grein þar sem ég viðhafði níð um svilkonu mína, og allt í skjóli nafnleyndar.
Það er frá skemmstu að segja að það komst upp, og það var heldur betur gott á mig.
Það sem ég viðhafði hafði ekki við nein rök að styðjast og var skrifað sennilega meira í reiði er skynsemi. En það er ENGINN AFSÖKUN.
Persónulegt vandamál sem gekk of langt.
Nú get ég ekki borðað né sofið fyrr en ég næ að biðja hana afsökunar og skil ég vel að hún vilji jafnvel aldrei tala við mig aftur.
Ég sendi þetta hingað inn í von um að sem flestir sem lásu þennan óskapnað og óhroða, sjái að þessi skrif áttu ekki við nein rök að styðjast.
Svo Karólína, fyrirgefðu.
Ingunn Bylgja