Hrmmm….
Það sem fólk virðist ekki vera að sjá hérna er að það eru tvær umræður í gangi. Annars vegar vímuefni eru skaðleg og hins vega það á að lögleiða vímuefni. Ég er alveg sammála báðum sjónarhornunum.
Vímuefni eru skaðleg, eins og sykur er skaðlegur. Kaffi er skaðlegt, það eru lög hérna þar sem ýmsar neysluvörur mega ekki hafa meira en ákveðið magn af koffíni. En einn kaffibolli inniheldur meira af koffíni en þessi lög vilja hafa það. Áfengi og tópak er skaðlegt, og það er engin að fara neita því vonandi. En samt er það löglegt. Ég ætla að setja upp smá töflu fyrir ykkur.
Líkur Vímuefni Íþrótt
1 af 1 Skjóta sig í hausinn
1 af 100 tópak Base Jumping
1 af 1.000 Heróin/Alcohol Fallhlífarstökk
1 af 100.000 Ecstasy/kókaín Slagsmálaíþróttir
1 af 1.000.000 Sýra/sveppir Skokka
1 af 10.000.000 Cannabis Innanhús íþróttir
1 af 100.000.000 koffín Sjálfsfróun
Núna hefur mér vonandi tekist að sýna fram á að allt er þannig séð skaðlegt, bara misskaðlegt. Þig getið skoðað þennan lista betur á þessari síðu;
http://www.dancesafe.org/documents/druginfo/risk.phpSvo er það hin umræðan, sem er á eða á ekki að lögleiða vímuefni. Ég er einn af þessum grasösnum, eða hvað þið viljið kalla það sem að vill lögleiða vímuefni. Ég sem einstaklingur hef rétt á að velja það sem að ég vill gera, svo lengi sem það skaðar ekki aðra í kringum mig. En ég ætla ekki einu sinni að fara inn á þá hugleiðingu. Ég ætla að fara meira inn á þá hugleiðingu að þú sem skattgreiðandi átt ekki að þurfa að greiða fyrir mína neyslu ekki satt.
Ef að fíkniefni eru lögleitt og seld í verslunum ÁTVR munu undirheimarnir missa rosaleg ítök. Þarna mun allt í einu þeirra helsta tekjulind hverfa. Þannig að engin sölumaður með réttu viti ætti að vilja þetta gerast, en þá er ég að tala um þá hærra settu. Nú myndi sem sagt fíkniefni fara úr höndum undirheima í hendur ríkis, sem ég er heldur ekkert allt of sáttur með (ég er einn af þeim sem vill að áfengi sé selt í bónus og hagkaup).
Þegar ég, sem neytandi vímuefna fer út í ÁTVR og kaupi minn eins gramma marra á 2.000 kr í ríkinu, í stað 3.000 kr á götunni í dag, verður skiptingin líklega svona.
Ríkið Undirheimar
Innkaup 800 2.300
Álagning 800 700
Skattur 400 0
Samtals 2.000 3.000
Vegna fjölda milliliða og þess háttar er innkaupsverð mun hærra en fyrir salan en ef ríkið er með söluna. Álagning er svipuð, en sú álagning sem ríkið fær fer í að halda utan um þá sem ekki geta stjórnað sinni neyslu, fara illa út úr þessu og svo fram vegis og skatturinn líka. En í hinu dæminu fær salinn 700 krónur, jafnvel til að hafa efni á eigin neyslu og 0 krónur koma til ríkisins. Þessir peningar streyma um undirheimana og komast aldrey í hendur ríkisins. Þessir sömu ólukkumenn sem ekki gátu haft stjórn á neyslu sinni lenda sem baggi á ríkinu en ríkið fær ekkert til að vinna þetta upp. Reikningurinn endar hjá þér neytandi góður, því þínir skattar fara í þetta.
Ef að verslun fer fram í ÁTVR veit hið opinbera hversu mikil neyslan er hér á landi og þarf ekki að vera með ágiskanir. Neyslan er þetta mikil og þetta margir hafa ekki stjórn á henni. Mikill plús, frekar en að einstaklingur þurfi að vera orðin svo langt leiddur að allt annað er honum lokað að hann endi þá í meðferð. Þurfi að viðurkenna það að hann hafi brotið lög o.sf. En á meðan að þetta er löglegt er margt hægt að gera. Einstaklingur þarf ekki að skammast sín fyrir neyslu sína, heldur getur leitað sér hjálpar.
Á meðan að ÁTVR er að selja vímuefnin eru þau hreinni, öruggari og hægt að dreifa bæklingum með til að halda sér en öruggari. Á meðan að varan er ólögleg eru efnin stundum blönduð með hveiti, sykri og allt upp í rottueytur. Það eru ekki bara vímuefnin sem eru skaðleg, þ.e. græðgi sölumanna sem setja einhvern skít í vöruna sína. Á meðan að varan er í höndum ríkisins er slík græðgi ekki til staðar.
Ríkið tekur ekki við stolnu bílaútvarpstæki þegar að þú kaupir kippu af bjór, af hverju ætti hún að gera það þegar þú kaupir einn bút af hassi. Þegar að aðili sem notar vímuefni þarf að brjóta af sér til að verða sér út um vöruna, og þá er ég bara að tala um að fara að kaupa vímuefnið, ekki stela til að fjármagna það, er verið að þröngva hann til að umgangast fólk í undirheimunum. Þessir undirheimar geta verið spennandi fyrir suma. því þarna er hægt að græða hundruði þúsunda á mánuði, fyrir OG eftir skatta. Ef þú klippir á þessi tengsl eru minni líkur á að einstaklingar fari út og steli útvarpi, því þeir vita ekkert hvar þeir eigi að selja það.
Ég vona að mér hafi tekist að útskýra þetta eitthvað fyrir ykkur. Bæði þeim sem eru með og á móti. Það var byrjað hérna langt fyrir ofan einhvert úrtak á menntun, aldri og þess háttar.
Kyn; KK
Menntun; Viðskiptafræðingur
aldur 20+
Börn; engin.
P.s. Ég veit að ég fæ yfir mig að ég sé bara kapítalisti sem á engin börn og veit ekkert hvað ég er að tala um. Ég skal samt benda á það að ég er að sýna fram á háskólamenntun, þrátt fyrir neyslu.