Viðtal við Guðrúnu Pétursdóttur sem fram fór í Nýbúa miðstöðinni Skeljanes 5 föstudaginn 16. febrúar 2001.

Hvert er hlutverk miðstöðvarinnar?
Miðstöðin er rekin af Reykjarvíkurborg nánar tiltekið ÍTR og hlutverkið er miög margþætt við erum með túlkaþjónustu sem er mikið notuð og sívaxandi. Síðan erum við með upplýsinga- og fræðlusvið og það snýr bæði að íslendingum og útlendingum, þar veitum við útlendingum upplýsingar um íslenskt samfélag. Við gefum upplýsingar um t.a.m. atvinnuleifi, skólakerfið, dvalarleifi, tryggingamál, heilbrigðiskerfið og allan þennan frumskóg sem getur verið flókinn þegar maður kann ekki á kerfið. Það er svona megin hlutverkið en síðan er maður með fræðslu sem snýr svona meira að íslendingum það er fræðsla sem um fordóma því þeir virðast vera að aukast mjög mikið. Fólk er farið að heyra mikið af sögum með ljótum fordómum. Við stundum þessa fræðslu í skólunum aðallega fyrir kennara og svo á opinberum stofnunum.

Hvaða þjónusta er mest nýtt og hversu margir nýta sér hana?
Svar við seinni liðnum er að við erum ekki með skráningu, engar tölur um hve margir nýta sér en hana lang flestar spurningarnar snúa að atvinnurekendum og lífeyri, þetta er þó bara mín tilfinning ekki það að ég hafi það skráð. Varðandi tryggingamál og vinnurétt jafnvel meira og hvort vinnuveitandinn sé að svindla á fólki með því að borga ekki desember uppbót og því um líkt.Síðan eru þetta bara almennar spurningar um Ísland, ýmis réttindamál, við erum svo núna í vetur með nánskeið um íslenskt samfélag túlkað á fjögur tungumál og þetta hefur verið mikið notað. Einhver brotalöm fái einhvern pakka þar sem allt stendur með stofnunum og fleira það er til bók sem var gefin út á ymsum tungumálum þar sem koma fram ýmsar upplýsingar um Ísland en þar er svona það sem mest er spurt um.

Hvernig skiptast nýbúar, sem nýta sér stofnunina, eftir þjóðerni?
Mér finnst núna… Þetta er nefnilega svo lítið snúið því þetta segir ekkert til um hverjir þyrftu mest á henni að halda…

…Nei ég hef áhuga á að bera það saman við fjölda útlendinga á hátíðinni.
Þetta fer svo mikið eftir hversu mikil samskipti eru innan hópsins. Ef það eru mikil samskipti þá getur fólk hjálpað hvort öðru.

Eru það þá minnstu hóparnir sem leita til ykkar en ekki þeir stærstu?
Ja, eins og núna núna Eistrasalts löndin það kemur kannski einhver hingað og bendir svo hinum á ,,heyrðu þú færð svo góðar upplýsingar þarna á miðstöðinni.” Það er svoldið svona þannig að… eins og núna er það svo lítið frá þessum löndum Eistland, Lettland og Litháen.



Þannig að það eru mjög miklar sveiflur?
Til dæmis koma tælendingar koma mjög lítið, Pólverjar koma mikið þeir koma mest vegna vinnuréttar, austur-Evrópa, fyrrverandi júgóslavar koma mjög lítið. Þeir fyrstu koma kannski sem flóttamenn og fá þá mjög góða umönnun og svo koma ættingjar þeirra og hinir fyrri aðstoða hina. Það er mín útskýring, þetta ætti náttúrulega að vera skráð en er það ekki.

Er áberandi munur hvernig þessi hópur skiptist eftir kyni og aldri?
Innflytjendur á Íslandiskiptast þannig eftir aldri að þ.e. þessi vinnualdur frá 25-45 sem er langstærsti enda segir það sig sjálft langflestir koma hingað til að vinnaþað er lítill munur innan þess.

Ekki fara þeir svo?**
Nei það sést að það kemur sveifla um´97-´98 þar sem aukningin verður gífurleg. Þetta fólk sem kom þá er ekki orði gamalt og fjöldi ellilífeyrisþega því mjög lítill en hann á náttúrulega eftir að stækka.

Þeir sem sækja þjónustuna endurspegla því aldursdreifingu nýbúa?


Þetta er skráð sem félagsmiðstöð í símaskránni hvernig virkar það?
Ja, minnsti hluti þessarar stofnunar er félagsmiðstöð.

Eru margir sem sækja hér daglega?
Nei ekki daglega en hins vegar erum við með sal og félög geta nýtt sér hann það eru til útlendingafélög ein og t.d. félag Tælendinga, Filipseyinga og fleiri og þau halda ýmsa fundi og uppákomur. Það eru þó alls ekki daglega en það var hérna einn hópur, strákar, danshópur sem æfði hérna oft en það var ekki daglega en það er ekkert félagsstarf enda ekki opið hérna á kvöldin nema um það sé beðið. Það er þó lítið um skipulagða daga en þó er einn hópur,serbar sem kom hérna á ákveðnum degi yfirleitt eru þessir hópar bara ekki svo stórir til þess að það gangi til lengdar. Frekar skipulagðir einstakir atburðir.

Hvernig eru samskipti milli þjóðernishópa, þau eru ekki mikil?
Nei við erum t.d. með kór með íslenskum og erlendum stelpum og þar sést það hvað best hvað það skiptir litlu máli, alla vega stelpur hafa áhuga á Britney Spears, það skiptir engu hvaðan þær eru uppurnar.. Til dæmis geta tvei ,,skatarar” sem tala ekki sama málið hangið saman allan daginn en tveir samlandar 15 og 65 geta tala í 10 mínútur en ná bara engu sambandim þrátt fyrir að hafa sama uppruna. Aðalmálið er að fólk er mimunandi og með mismunandi áhugamál jafnvel þó það sé upprunið hér eða þar. Margir tala um mismunandi menningu og að hún geti ekki náð saman og talað um það eins og einhverja staðreind. Fólk er ekki bara það sem það er fætt. Við höfum veislur hér og þá koma oft saman ólókir hópar (r.d. Albanir og Serbar) en aldrei nein vandræði en þessir hópar hafa kannski verið að flýja átök heimalandsins.

Hvað er það sem fólk fær við komuna hingað til lands?*
Fólk ruglar oft saman flóttafólki, sem er um 350 af 8500, hinir fá ekkert þau koma aðeins til að vinna. Atvinnurekandi sækir um atvinnuleyfi fyrir þau og svo koma þau seinna. Ef vinnuveitandinn er slæmur þarf nýbúinn að sækja um nýtt leyfi og býða erlendis á meðan, þó að vinna bjóðist þeim strax.

Er mikið um að atvinnurekendur séu slæmir?*
Já, það er mikið um að þeir nýti sér vanþekkinguna. Við heyrum oft sögur af því að ekki sé borgað orlof og slíkt. Svo eru ekki nema örfáir sem ramba in til okkar en svo um leið og við við hringjum og spyrjumst fyrir kemur annað hljóð í skrokkinn og við fáum það á tilfinninguna að þeir hugsi ,,það mátti reyna” þetta köllum við ,,að notfæra sér þekkingarleysið.”

Hver er skýringin á að flestir núbúar leggi ekki fyrir sig framhaldsnám? Það vorum víst nánast enginn sem hélt áfram eða náði ekki (eftir skyldunám).*
Það er reyndar ýkt að það fari enginn en það eru mest krakkar sem koma svona 12-13 til landsins. Þau sem koma fyrr… Svo er það spurning hvað er nýbúi. Fólk sem er fætt hér og uppalið það er alltaf talað um það…

Þá er ég aðallega að tala um þennan stóra hóp frá Filipseyjum og … er ekki stærsti hópurinn þaðan?*
Það er alls ekki stærsti hópurinn, eruð þið ekki með tölurnar? (Bið og umræða um tölurnar ) Pólverjar eru flestir svo danir, bandaríkjamenn. Ástæðan fyrir þessu með námið er náttúrulega skortur á betri íslensku kennslu, þau eigar rétt á því, það virðist vera… Þessir krakkar læra að ,,fúnkera” til dæmis þegar maður er að tala við þau, [þeim] gengur vel í stærðfræði og öllu þessu verklega. En þessir textar þessir þyngri textar þar hafa þau bara ekki næga þekkingu og oft hefur það með að gera að að þau heldur fá enga kennslu í sínu móðurmáli þannig að þau verða svona tungumálalaus.

Maður hefur oft heyrt að ,,þetta fólk” vill einangrast hefur bara samband sín á millihver er ástæðan fyrir því?*
Það er líka bara vegna íslendingana.

Nú er ákveðinn skemmtistaður t.a.m. talinn meira ,, ekki íslendinga” er það jákvætt eða neikvætt?*
Það sem við [íslendingar] bendum alltaf á er að þeir haldi sig í hópum, tali sitt tungumál o.s.frv. Einn hlutinn af því er það, eins og við íslendingar þekkjum þegar við erum í útlöndum okkur finnst gaman að hittast og tala íslensku. Hin ásæðan er svo að við lokum svo á [þ.e.] íslendingarnir, þessu lýsa mjög margir. Þeim er ekki boðið á árshátíðina eða á skauta þegar bekkurinn fer, enginn talar við þá í matartímanum og þetta er flokkað undir ,,dulda fordóma” og ákveðið viljaleysi. Fólk nennir ekki að hlusta og leggja það á sig að, við heyrum um fullt af fólki sem vill þekkja íslendinga en maður getur ekki bara ruðst inná neinn, það gengur ekki.
Hvað finnst þér um þjóðernisflokkinn, hefur hann gert éitthvað til að sporna við áætlunum nýbúa?


Eftir þessa spurningu datt upptakan út og annar undirritaðra þurfti að hlaupa eftir betteríum þetta hafði þó aðeins áhrif á spurningar Helga og Páls og detta því tvær af þeirra spurningum. Eins og gefur að skylja að ofan sem og neðangreindu þá eru spurningarnar ekki í réttri röð að öllu leiti.

*Við fórum með Helga og Páli í viðtalið stjörnumerktar spurningar eru þeirra en kunna að hafa hjálpað til í ritgerðinni á einn eða annan hátt. Einn skal þess getið að tilsvör Guðrúnar voru oft stytt í þessum spurningum þar sem þau snertu ekki okkar efni beint.

**Spurning Páls og Helga sem kom í kjölfar okkar spurningu.

Reynt var að fara eins mikið eftir orðalagi Guðrúnar og hægt var en eftir tvær ritanir kann eitthvað að hafa skolast til og einstaka sinnum var aðeins reynt að koma innihaldinu fram einnig var stundum breytt útfrá orðalagi til að koma talmáli í ritmál. Við byðjumst velvirðingar á þessu en berum því þó fyrir okkur að allt innihald ætti að vera komið fram.