Fíkniefni
Enginn mótmælir því að unglingsárin eru einhver mesti og mikilvægasti snúningspunktur lífsins. Aðstæður skipta miklu máli enda marka þessi ár djúp spor í líf hvers einstakling og fáránlegust smáatriði geta breytt miklu um afstöðu og viðmið hvers og eins. Til dæmis getur verið munur á einstakling ef vinsæll söngvari er samkynhneigður, stór brjóst í tísku eða bara hvort hægri eða vinstri stjórn sé við völd.
Einnig getur maður spurt sig hvort munur sé á fólki sem ólst upp við Spaugstofuna eða Tvíhöfða. Borinn verður saman nútíminn og níundi áratugurinn og einblínt á fyrri hlutann (þ.e. ´80-´85). Aðaláhersla verður á félagslegtumhverfi hvort sem er klæðaburð, tónlist, pólitík eða fíkniefni.
Unglingur verður ekki fullorðnir fyrr en fjárhagslegu sjálfstæði er náð og einstaklingurinn reiðir sig ekki á styrki frá foreldrum (lagalega séð þegar einstaklingur nær 18 ára aldri). Þannig verða einstaklinga fullorðnir mismunandi eftir efnahag. Til dæmis verður einstaklingur sem er 19 ára og alinn upp að fátækum foreldrum stundar skóla upp 16 ára. Fer að vinna eftir skyldunám, kaupir sér bíl á 17. ári og leigir íbúð 18 ára sem er það ár sem fólk verður fjárráða. Hins vegar einstaklingur sem á efnaðri foreldra klárar menntaskóla tvítugur og hefur háskólanám. Hann kaupir íbúð 22. ára með styrk frá foreldrum verður ekki fjárhagslega sjálfstæður fyrr en hann stendur undir sér sjálfur (reiðir sig ekki á styrki frá öðrum).Einnig er munur á hvenær einstaklingur á að vinna og hvenær hann á að vera í skóla til dæmis þegar stríð brýst út er sjálfsagt að 17 ára unglingur vinni (sjá Alfræðiorðabókin). Aftur ámóti kemur að þegar friðurinn endist er ætlst til að sami aðilli sé í skóla. Þó eru fyrrnefndi aðilinn jafnvel ekki fullorðinn, þar sem andlegahliðin (það er sjálfstaustið (egó-ið)) er ekki orðið full þroskuð. En sá tuttugu og tveggja er jafnvel orðinn fullþroska andlega 19 ára. Þannig að maður er fullorðinn á mismunandi tíma eftir þjóðfélagsstöðu og þroska.
Meginmál:
Níundi áratugurinn/nútíminn:
Fíkniefni: Fíkniefni virðast vilja festast við unglinga en á fyrrihluta Níunda áratugsins voru þó nokkur dæmi um notkun slíkra efna. Samkvæmt heimildum okkar úr bókinn nota unglingar slík efni oft í mótmæla skyni við foreldra og af forvitni því hefjum við samanburðinn á umfjölluun um fíkniefni.
Í upphafi níunda áratugarins geysti mikið sniff æði þegar unglingar sniffuðu lím og gas en samkvæmt lögreglu koma slík æði í bylgjum. Og í bókinn öldin okkar er vitnað í eiganda Háskólabíós sem sagði að hann hefði fundið um það bil tuttugu gas brúsa á salerni bíósins ekki er þó tilgreindur á hversu löngum tíma þeir fundust. Auk þessa er bent á atriði í myndinn Rokk í Reykjavík þegar lím er tekið af Bjarna Móíkana. Nokkur stór fíkniefna mál komu upp á þessum áratugi það stærsta er væntanlega þegar flutt voru inn 200 kg af marijuana frá Jamaiku með fluttningaskipi. Samkvæmt heimildum undirritaðra væri verð á slíku magni um 200 til 400 milljónir í dag. Árið 1983 flutti svo 29 ára háseti inn 11.3 kíló af hassi í tveimur töskum. Þerngt var að reykingar mönnum með banni á reykingum í húsum sem ,,almenningu leita verslunar og þjónustu“. Amfetamín komst svo í umferð um ´85.
Hér á landi hafa fíkniefni stór aukist á síðustu árum og talið er að aldrei hafi verið jafn mikið um fíkniefni hér á landið og að neysla og sala sé ,,komin yfir” áttunda áratuginn þegar neysla var hvað mest. Mest hefur borið á Franklín Stæner sem var dæmdur í fangelsi fyrir sölu og dreifingu fíkniefna. Lögreglan hefur lent í fjöl mörgum hneykslum vegna samstarf við fíkniefnasala og hafa látið suma sala í friði fyrir upplýsingar um aðra. Nýlega var tildæmis Breti sakfelldur fyrir stófellt smigl á um 2000 e-töflum. Það efni sem mest er í umferð eru hinar ýmsu útgáfur kannabisefna. Áður var e-taflan mjög vinsæl en dregið hefur úr þeim vinsældum. Heróín er hér á landi aðeins fyrir langt leidda fíkla og Kókín er dýrt (um 10000 krónur grammið) og aðeins fíklar sem reyna að taka pásu frá heróíni.
Undan farið hafa ungir hægrisinnar í félaginu Heimdalli viljað að áfengi verði selt í matvörubúðum og að fíkniefni verði seld í apótekum gegn framvísum lyfseðils. Rökin sem Heimdælingar koma með eru þau að einstaklingurinn eigi að hafa rétt til að velja og hafna en ekki þau að það sé svo gott að nota efnin. Þessir hægrisinnar eru frjálslyndir og trúa á frelsi einstaklingsins.
Stjórnmál: Stjórnmál hafa alltaf áhrif á líf hvers og eins þó að þau sé ekki hátt skrifuð á vinsældarlistum unglinga en okkur finnst mikilvægt að koma inn á þessi mál.
Níunda áratugsins verður væntanlega mynst sem áratugsins sem austurblokkin féll og endalok Kalda stríðið. Mesta nálgð fengu Íslendingar þegar Regan og Gorbatsjov héldu fund á Höfða (og heimsbyggðin fylgdist með). Einnig var múrinn rifinn og þar með var Evrópa eitt.
Hvað varðar stjórnmál hér heima voru Sjálfstæðismenn í stjórn frá ´78 til ´88 með forustumennina Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrímsson og Þorstein Pálsson. Framsókn átti einnig góðu gengi að fagna með Steingrím Hermannsson í broddi fylkingar og voru í stjórn frá ´82 til ´92. Einnig var Kvennalistinn stofnaður árið 1982.
Í dag eru vinstri öfl alls ráðandi Bandaríkja forseti kemur úr vinstri hluta Bandaríska flokka kerfisins. Tony Blair kemur einnig frá vinstri sem og Gerhard Schroter er sósial demókrati og í flestum löndum virðast sósialista og vinstri menn vera að komast til valda. Sameining Evrópu hefur verið mikið rædd með til komu sterks afls Evrópu Bandalagsins sem hefur viljað sameinað allt og alla og nú er búið að koma á stokk sameiginlegri mynnt í nokkrum Evrópu ríkjum og heitir hún Evran.
Hér hafa vinstri menn unnin mikin sigur í borgar- og bæjarstjórnarstjórnar kosningum með sameiginlegu framboði vinstri og miðju afla. Í alþingis kosningum hafa Sjálfstæðismenn sigrað og verið í stjórn síðustu ár. Aftur á móti hafa verið miklar sviptingar hafa verið á vinstri vængnum með samfylkingu vinstri manna og klofnings framboði Græningja.
Tónlist: Tónlist níunda áratugarins var á margan hátt forvitnileg þar sem margt af því besta og versta kom fram. Áratugurinn hafði mikil áhrif á það sem gerist í dag þar sem sumir reyna nálgast það sem gerðist á þessum árum en aðrir að fjarlægjast það.
Pönk: Þegar áratugurinn er að byrja er pönkið að deyja og aðal hljómsveitir áratugarins Clash og Sex pistol báðar búnar að gefa út sín meistaraverk. Meistari Sting sem hafði byrjað í pönki var nú kominn í mýkri stefnu. Þessi tónlistar stefna hefur haft mikil áhrif á tónlist dagsins í dag þar sem Grunge rokkið var alls ráðandi um ´95 og náði hámarki með Nirvana og sjást enn áhrif frá þessu tímabili. Einnig hafa komið sveitir eins og Green day sem náði miklum vinsældum með ferskt pönk og svo hin geysi vinsæla hljómsveit Red hot chilli peppers sem hefur blandað saman pönki og fönki.
Glamrokk: Glam rokkinu verður seint gleymt hér á landi þegar unglingar landsins skiptu sér í tvo hópa Wham og Duran Duran sem var eins dæmi í heiminum. Sumir hafa til að mynda sagt að börn bítla aðdáenda styddu Wham sem voru mýkri en börn Rollinga styddu Duran. Unglingar klæddu sig svo eftir þeirri hljómsveitinni þeir héldu uppá þó að klæðaburður væri alls ekki ólíkur. Bonnie Tyler kom svo til landsins og mæmaði og hlaut lítið hrós fyrir og frægt er orðið þegar Bryan Adams kom og rafmagnið fór af.
Tíska: Það sem gerir unglinga að vissu leiti að unglingum er það að þeir klæða sig öðru vísi en fullorðnir og reyna að elta hina ýmsu strauma.Á níunda áratugnum var ,,sítt-að-aftan tískan” alls ráðandi þar sem karlmenn létu hárið síkka að aftan en klipptu stutt með hliðunum. Kvenmenn voru með svipaða klippingu en með mun meira hár og hárið slengt aftur bak við eyru með hárlakki, Bonnie Tyler sem og fegurðardrottningin Hófí er skýrt dæmi um þessa kvennatísku. Í fötunum sjálfum voru bjartir litir alls ráðandi og mynnstur sem ekki teljast við eigandi alls ráðandi. Jakkar voru partur af búningnum og venjan að brett væri uppá ermarnar og aðeins of stuttar buxur. Fólk var þannig séð fínt klætt en litirnir áttu að vera fríkaðir. Pönkið var eins og áður var komið inn á vinælast í byrjun áratugarins og var klæða burðurinn í byrjun áratugarins en varð seinna að lúta lægra haldi fyrir glam rokk búningnum.
Í dag er, að okkar mati. þrjár stefnur sem unglingar klæðast (helst) það eru skopparar, tjokkóar og MH-týpurnar.
Hipp-hopparar: klæðast víðum fötum yfir leitt með buxurnar á hælunum í buxum allavegan fimm númerum of stór og peysum sem hafa stórt merki og oftar en ekki einhverja setningu eða orð. Þeir eru í þykkum dúnúlpum og í ljósbrúnum kuldaskólm. Þeir eru nokkurn veginn alltaf með húu á hausnum hvort sem er derhúu eða venjulega. Þessi hópur hlustar mest á rapp og hipp hopp enda eru fyrir myndirnar svertingjar stórborga Ameríku einnig sjást þeir oft rennandi sér á hjólabretti.
Tjokkóar: Klæðast fínum dýrum fötum sem fást aðeins í dýrari verslunum landsins uppáhalds litir hópsins er svart, hvítt og grátt og leggur hópurinn mikið upp úr því að vera vel til fara. Hópurinn á oftar en ekki gsm-síma og vill standa sig vel í lífsgæða kapphlaupinu. Engar ákveðnar fyrir myndir eru en útvarpsstöðin FM957 er sett með þennan hóp sem markhóp og spilar hún létt áheyrilega dægurtónlist.
MH-týpur: Klæðast yfir leitt dökkum fötum en þó með lit oft notuð og annað hvort fundin á háaloftum eða keyptar í second-hand búðunum Spútnik eða hjá Kormáki og Skyldi. Reyndar eru fyrr greindar verslanir með dýrari verslunum landsinsþrátt fyrir að vera second-hand. Tónlistin sem hópurinn hlustar á er frekar þung og oft mikið lagt í hana og fílar hópurinn Jimmy Hendrix og Jefferson airplain og hippa yfirleitt enda eru þeir frummenn týpanna.
Lokaorð: Sem ályktun af þessu má draga að mikil gróska á sér stað í allri unglingamenningu. Hvert sem litið er má sjá heyra eitthvað nýtt og eitthvað sem maður hefur aldrei séð eða heyrt áður. Þetta gefur til kynna að unglingar eru sjálfstæðit í hugsun og ófeimnir gagnvart tísku, tónlist og öðru. Því miður virðast fyrirfinnast fíkniefni í öllum hópum unglinga hvert sem litið er og vantar mikið uppá að fíkniefni hverfi úr lífi unglinga fyrir fullt og allt. Reyndar hefur þetta tímabil fengið slæma meðferð hjá okkar hópi kannski er það aðeins eðlilegt þar sem margar tískur reyna að vera eins ólíkar fyrri tísku og hægt er. Sem dæmi er hægt að benda á litagleði níunda áratugarins andstætt grá dökkum nútímanum. Þó að vissulega séu tónlistar menn og áhrif í tónlist dagsins í dag er sú stefna og viðmið löngu fokin út í veður og vind (sem betur fer segja sumir).
Þessi tvö tímabil sem til samanburðar voru eru ,eins og bent er á, gjörólík en eru þó mikilvæg í hvor öðru og atburðir sem gerust á níunda áratugnum hafa haft mikil áhrif á daginn, eins og til dæmis fall austurblokkarinnar sem er upphaf að sameinaðrar Evrópu og evrunni. Sem loka setning ritgerðarinnar er kannski best að koma með hina grunnu og einföldu pælingu, eitt leiðir af öðru.