Fundur var haldinn. Fjölmenni var á fundinum og áhugi fólks mikill. Fjallað var um” þann sáttmála sem gerður var í Rio de janero 1992 þar sem 181 ríki, þar á meðal Ísland, undirrituðu ályktun um markmið og leiðir sem eiga að stuðla að því að viðhalda umhverfisgæðum heimsins með sjálfbærum hætti fram á 21. öldina” . Mosfellsbær hefur tekið verkefnið upp og myndað ákveðna verkefnisstjórn til að hrinda verkefninu af stað í að gera bæinn betri stað að búa í. “Verkefnið er hafið yfir þref á milli hægri og vinstri flokka bæjarstjórnar” segja fulltrúar stjórnarflokkanna þau Jónas Sigurðsson Alþýðubandalagsmaður og forseti bæjarstjórnar og Herdís Sigurjónsdóttir sem skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og situr í umhverfisnefnd flokksins í Mosfellsbæ.
Ólafur Gunnarsson formaður verkefnisstjórnar hóf fundinn og kynnti hlutverk verkefnisstjórnar. Stefán Gíslason verkefnastjóri íslenska Staðardagskrárverkefnisins, hjá Sambandi íslenskra sveitafélaga kynnti hvað Staðardagskrá 21 væri. Hann segir “Staðardagskrá 21 eða Local agenda 21 er forskrift að sjálfbærri þróun einstakra samfélaga á 21 öldinni. Hún snýst um vistræna, efnahagslega og félagslegaþætti. Sjálfbær þróun er þróun sem sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum”.
Aðspurður segir Jónas Sigurðsson að “vitanlega muni þessi stefnuskrá hafa áhrif á stefnu bæjarstjórnar í umhverfismálum eins og hún gerir í öðrum bæjarfélögum”. Herdís Sigurjónsdóttir segir þetta “byrjunina á einhverju miklu stærra”. En eru stjórnarflokkarnir hugsanlega að sameinast um eina stefnu í umhverfismálum?
” Þetta verkefni er eins og áður segir hafið yfir hugsunina um hægri og vinstri”, segir Herdís, “ umhverfisnefndin vildi sjá þetta verkefni fara fyrr af stað. Þetta verkefni á heima í svo mörgum þáttum samfélagsins og ætti að gefa fólki nýja sýn og ný viðhorf til umhverfisins”. Hafa verið einhver ágrenningsmál á milli stjórnarflokkanna í umhverfismálum fram að þessu? “Ekki mikill ágrenningur “ segir Jónas “en hingað til hefur verið deilt um hvaða svæði ættu að fara undir landgræðslu og hvað svæðum ætti að byggja á. Menn hafa verið sammála um fráveitumál og nauðsyn þess að hreinsa Varmána”.
Eins og Stefán Gíslason segir er Staðardagskrá 21 langtímaáætlun sem ætti að skila varanlegum árangri.