Fólk er búið að gleyma Víetnömunum sem komu hingað ´79 og ´91. Fólk er búið að gleyma flóttafólkinu frá Júgóslavíu sem fór á Ísafjörð, Blönduós og Höfn í Hornafjörð. Svona hugsunarháttur gengur ekki. Fólk á val. Annað hvort að verða eftir í flóttamannabúðum eða skapa sér nýja framtíð í nýju landi og fólk velur það“.
En innflytjendur hafa miklu fleiri valkosti. Þeir koma að því að það er eitthvað hér við Ísland sem dregur fólk hingað. En það fólk lendir í nákvæmlega sömu erfiðleikum, ef ekki meiri, og flóttamenn við að fóta sig og við að blandast íslensku samfélagi. Mér finnst að það eigi að vera til eitthvað ákveðið móttökuferli svona svipað og í kringum flóttafólk líka í kringum innflytjendur þá sérstaklega í kringum íslensku kennsluna. Það kostar peninga að læra íslensku. Innflytjendum er ekki boðið upp á íslenskunámskeið. En samt viljum við að fólk læri íslensku og margir Íslendingar setja það að kröfu. Það er ekki hægt að skylda neinn til að læra nema að borgað sé fyrir, segir Kristín.
Innflytjendur og flóttamenn sitja ekki við sama borð. Flóttamenn koma á vegum Rauða Krossins og fá þjónustu fyrsta árið sem það dvelur hér á landi. Innflytjendur lenda í nákvæmlega sama vandanum og flóttamenn og fá ekki þessa þjónustu sem flóttamenn fá. Eðlilega ekki. En það þarf að útbúa upplýsingapakka fyrir alla útlendinga sem koma til landsins og að þeir hafi gott aðgengi að stofnunum.
Í skýrslu um hugmyndir að stefnumótun í málefnum nýbúa síðan 1998 sem inniheldur samandregnar tillögur vinnuhópsins koma fram þrjú mikilvæg atriði sem teymið hefur haft að leiðarljósi í vinnu sinni. Þar stendur:
“Þrjú atriði blasa við þegar málefni útlendinga sem hyggjast setjst að á Íslandi eru athuguð. Í fyrsta lagi mikilvægi þess að fólk viðhaldi móðurmáli sínu og að gagnkvæmur skilningur ríki á milli meirihluta og minnihluta. Í öðru lagi mikilvægi skóla- og fræðslumálanna og í þriðja lagi þörf á samstarfstarfsvettvangi á landsvísu um þennan málaflokk”.
Þörfin sem kom teyminu af stað
Þessar konur hafa mikla reynslu í starfi með nýbúum á Íslandi. Árið 1993 vann Kristín í félagsmiðstöð á vegum Íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR) og fékk fyrirspurn frá Ingibjörgu Hafstað, sem þá var kennslustjóri nýbúafræðslu barna hjá menntamálaráðuneytinu, og Ástu Kristjánsdóttur, kennslustjóra fullorðinna, hvort ÍTR hefði eitthvert húsnæði þar sem hægt væri að bjóða konum, þá aðalega konum frá Taílandi og Filipseyjum, sem þær höfðu sérstakar áhyggjur af og fannst lifa einangruðu lífi á Íslandi. En það var ekki hægt. “Ég kannaði hvort þessar konur vildu hittast. Við ætluðum að fara að troða einhverju upp á þær sem að passaði okkur eins og mömmumorgnum sem er mjög íslenskt fyrirbæri. Þær skildu ekki tilganginn með því og því síður að þessir tveir hópar væru að hittast því þær gátu ekki einu sinni talað saman”, segir Kristín. “ Þörfin fyrir upplýsinga og túlkaþjónustu var gífurleg. Við lærðum alveg heilmikið þetta sumar. Ég komst að því að það sem var mest þörf fyrir var upplýsingaþjónusta fyrst og fremst túlkaþjónusta en aðalega þörf fyrir upplýsingaþjónustu. Þannig fæddist þessi hugmynd að hafa allt undir sama þaki og útlendingar gætu leitað á einn stað og fengið nauðsynlegar upplýsingar sem þarf á að halda til að setjast að á Íslandi. Þessi miðstöð var tilraunaverkefni til eins árs en ég var alveg hörð á því að þetta væri þjónusta sem væri mikil þörf á þá hafði ég fyrir mér upplýsingar frá öðrum stofnunum borgarinnar sem ég hafði sett mig í samband við sérstaklega Félagsþjónustuna, Leikskóla Reykjavíkur og fræðsluyfirvöld sem var þá Skólaskrifstofan”. Nú er rekin mjög umsvifamikil upplýsingaþjónusta og fræðslustrarf og mjög umfangsmikil túlkaþjónusta. Þetta er eina túlkaþjónustan á öllu landinu. Það eru 70 túlkar á skrá sem dekka 40 tungumál og þeir eru allir verktakar. Túlkaþjónustan hefur verið að vinda upp á sig alveg gífurlega síðustu þrjú ár og Upplýsingamiðstöðin sannað gildi sitt og Kristín telur að hún sé komin til að vera. Upplýsingaþjónustan er alfarið rekin af Reykjavíkurborg.
Hugsjónir verða að veruleika
Ingibjörg og Ásta höfðu unnið árangursríkt starf við að þróa námsefni fyrir nýbúa ásamt hópi áhugasamra kennara. Það má segja að Menntamálaráðuneytið hafi látið þetta mál sig mest varða, ráðuneytið í heild, þá helst í tíð Ólafs G. Einarssonar. Kristín og Kolbrún Vigfúsdóttir hjá Leikskólum Reykjavíkur, Halldóra Gunnarsdóttir hjá Félagsþjónustunni og Ingibjörg Hafstað voru oft að hittast óformlega og ræða þessi málefni og þá sérstaklega þá árekstra sem urðu í samskiptum við útlendinga í þeirra vinnu. Kolbrún segir frá því að samskipti við foreldra gengi illa og foreldrar mættu ekki á foreldrafundi og vissu ekki hvað var að gerast í leikskólanum. Allt efni sem foreldrar fengu var á íslensku og foreldrar voru að mæta með börnin sín í leikskólann með börnin sín á föstudaginn langa eða skírdag því það skildi ekki tilkynningarnar, eðlilega.
Vorið ´95 eru Kristín og Ingibjörg Hafstað, sem þá var komin yfir til borgarinnar, og Ásta Kristjánsdóttir kallaðar á fund borgarstjóra. Ingibjörg Hafstað hafði verið dugleg að kynna Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra ástandið. Borgarstjóri ákveður að kalla saman á fund alla forstöðumenn borgarstofnana það voru framkvæmdastjóri Íþrótta og tómstundaráðs, Félagsmálastjóra Reykjavíkur, forstöðumann Leikskóla Reykjavíkur, Fræðslustjóra Reykjavíkur og yfirmann vinnumála. Það var tekin ákvörðun um að skipa vinnuhóp sem að myndi gera úttekt á stöðu mála.” Við vorum skipaðar í þennan vinnuhóp, ég og Kolbrún Vigfúsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir. Við unnum mjög þétt saman í fjóra mánuði og skiluðum af okkur skýrslu með leiðum til úrbóta um haustið. Ein leiðin sem við bentum á var að koma á reglubundnum samskiptum á milli borgarstofnana, sérstaklega þjónustustofnana sem að sem höfðu samskipti við nýbúa til þess að tryggja það að bæta þjónustuna og það er í rauninni þetta teymi. Við kölluðum þetta tengiliði og að stofnanir borgarinnar hefðu einn tengilið innan sinnar stofnunar sem sæi um öll mál sem snerta nýbúa, þ.e. að viðkomandi afli sér sérfræðiþekkingar á málefnum nýbúa og úrræðum sem fyrir hendi væru. Þessir tengiliðir mynduðu þá teymi sem veitti öðrum starfsmönnum upplýsingar og ráðgjöf varðandi málefni nýbúa.
Sendu bréf til allra borgarstofnanna
1996 fer teymið af stað. Fyrst í teyminu var fulltrúi frá Félagsþjónustunni og síðan fannst okkur mjög mikilvægt að fá fulltrúa frá heilbrigðiskerfinu Hjördís Guðbjörnsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri barnadeildarinnar á heilsuverndarstöð Reykjavíkur, var skipuð af landlækni í teymið. Svo var náms og starfsráðgjafi frá Vinnumiðlun Reykjavíkur, Ingibjörg Hafstað frá nýbúafræðslunni og var þá komin til Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur vegna flutnings skólanna frá ríki til sveitarfélaga. Kolbrún Vigfúsdóttir frá Leikskólum Reykjavíkur, Kristín frá Upplýsingamiðstöð nýbúa, fulltrúi frá Kvennaathvarfi og fulltrúi frá námsflokkum Reykjavíkur. Svona var teymð fyrst en hefur stöðugt verið að stækka.
Í fyrstu þurfti að byrja á því að safna gögnum þrátt fyrir að þessar þrjár konur í þessum litla vinnuhópi hefðu unnið gífurlega vinnu í því að safna gögnum frá hinum og þessum borgarstofnunum. Þær fengu mjög góð svör allsstaðar frá og það svöruðu allir. Send voru bréf til um tuttugu stofnana og byggðu þær sína skýrslu á upplýsingum sem þær fengum frá þessum stofnunum. Þegar teymið kom saman þá fannst þeim mikilvægt að kynna það fyrir öðrum. Partur 2 er meira um þetta