Á vordögum 1995 var að tilstuðlan borgarstjóra Reykjavíkur, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, kallað til fundar yfirmanna borgarstofnana með það fyrir augum að afla upplýsinga um stöðu og aðstæður nýbúa í Reykjavík. Í framhaldi af þessum fundi var skipuð nefnd sem ætlað var að safna tillögum til úrbóta á þjónustu borgarinnar við nýbúa og samstarf borgarstofnanna varðandi málefni þeirra. Hvaða úrræði væru hugsanlega í boði, hverju þyrfti að breyta til að bæta þjónustuna og auðvelda lausn hinna ýmsu vandamála sem nýbúar þurfa að kljást við. Að vinna þyrfti ákveðið forvarnastarf til að koma málefnum nýbúa í ásættanlegan farveg.
Flóttamenn eru nánast ekki til sem skilgreining á Íslandi ef frá eru taldir hópar sem hingað hafa komið á vegum Rauða Krossins sbr Víetnamarnir. Sumt af þessu fólki fær dvalarleyfi í landinu en ekki atvinnuleyfi og lendir því á milli atvinnumiðlunar og félagsþjónustunnar. Fólkið fær tímabundið atvinnuleyfi en eftir mikið vafstur og þrautagöngu á milli stofnanna fær fólk oftast varanlegt atvinnuleyfi. Oft er brotið á rétti þessa fólks t.d. ef vinnustopp verður í fiskvinnslustöðvum fá útlendingarnir engar atvinnuleysisbætur. Það hefur vart farið framhjá nokkrum manni umræðan um pólverjana á vestfjörðum sem voru mikið í fjölmiðlum nú í haust.

Kristín Njálsdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar nýbúa, og Kolbrún Vigfúsdóttir, leikskólaráðgjafi hjá Leikskólum Reykjavíkur, sátu í nefndinni þegar hún var sett á laggirnar. Í nefndinni eða teymi um málefni nýbúa sátu í upphafi ásamt þeim tveimur, Halldóra Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík, Elfa Björk Ellertsdóttir frá Kvennaathvarfinu, Inga Jóna Þórsdóttir námsráðgjafi hjá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar og Ingibjörg Hafstað frá Fræðslumiðstöð. Einhver hreyfing hefur verið á fulltrúum stofnanna í teyminu og koma inn nýir nefndarmenn og aðrir hætta. Fyrsti fundur nefndarinnar var í júni 1996 og hefur nefndin fundað einu sinni í mánuði yfir vetur síðan. Til að afla upplýsinga og kanna sjónarmið sem flestra ákvað nefndin að fara þá leið að senda bréf til hlutaðeigandi stofnanna borgarinnar og ríkisins, auk nokkurra annarra stofnanna. Fulltrúar borgarstofnanna og ríkisins mættu á fundi eftir því hvaða málefni voru tekin fyrir og rædd. Til að fá góða breidd í hópinn var ákveðið að fá sem flesta fulltrúa í teymið frá stofnunum sem vörðuðu málefni nýbúa. Í þessu teymi sitja fulltrúar frá Félagsþjónustu Reykjavíkur, leikskólum Reykjavíkur, Upplýsingamiðstöð nýbúa, Heilsugæslu Reykjavíkur, Vinnumiðlun Reykjavíkur, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Námsflokkum Reykjavíkur og Kvennaathvarfinu.
Markmið þessa teymis er að samhæfa vinnubrögð stofnana og auðvelda aðgengi innflytjenda og flóttamanna. Hver málaflokkur er tekinn fyrir í nefndinni og ræddur með sérfræðingum á hverju sviði. Skóla og fræðslumál, heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar, atvinnumál, samskipti og miðlun upplýsinga og hvernig á að standa að móttöku útlendinga hingað til landsins. Í ljós hefur komið að það eru mjög margir aðilar bæði innan borgarinnar og hjá ríkinu sem eru að vinna að málefnum nýbúa og hafa hugmyndir um hvernig skipulagi þessara mála sé best fyrirkomið. Misbrestur hefur verið á því að þessir aðilar hittist og samhæfi störf sín þannig að hægt væri að setja fram heildarstefnu í málefnum nýbúa

Átta þúsund nýbúar á Íslandi
Íbúar á Íslandi sem hafa annað tungumál en íslensku sem móðurmál telur átta þúsund manns. Það eru núna um sex þúsund og fimmhundruð erlendir ríkisborgara en það eru margir sem búa hér sem eru komnir með íslenskan ríkisborgarrétt. Í janúar 1998 var vitað um 520 nýbúanemendur í grunnskólum um allt land en í byrjun skólaárs í september 1998 voru þeir orðnir um 700.
En áætlað er að það væru um 1500 manns til viðbótar bæði fullorðnir og börn án vitundar yfirvalda en þessar tölur eru mjög á reiki. „Á Íslandi öllu er engin stefna. Það er ekki til nein heildræn stefna þar sem tekið er á málefnum innflytjenda og flóttamanna þar sem tekið er á út frá öllu, eins og skólamálum, félagslegriþjónustu og heilbrigðismálum“, segir Kristín Njálsdóttir félagsráðgjafi og forstöðumaður Upplýsingarmiðstöðvar nýbúa. Kristín hefur setið lengst í teyminu ásamt Ingibjörgu Hafstað sem starfar hjá Fræðslumiðstöðinni og Kolbrúnu Vigfúsdóttur leikskólaráðgjafa hjá Leikskólum Reykjavíkur. Kolbrún segir aðspurð hvaða stefnu eigi að taka í málefnum nýbúa „Við þurfum að leyfa fólki að halda sínum sérkennum. Ekki vera að „bjarga“ fólki og gera það að íslendingum daginn eftir komuna til landsins. Það þarf að leggja áherslu á að fólk fái móðurmálskennslu samhliða íslenskukennslu. Ef fólk á í tungumálaerfiðleikum þá ganga málin ekki upp. Við vitum um börn sem eru á leikskóla sem hafa þróað sitt eigið tungumál. Móðirin talar sitt móðurmál og talar litla sem enga íslensku og barnið lendir þarna einhversstaðar á milli og fer að tala eigið tungumál. Þetta er vandi sem þarf að taka á því þegar barnið hefur skólagöngu þá fyrst fer vandinn að verða alvarlegur”. Börnin eiga að heita tvítyngt en kunna bæði málin illa.
Upp komu hugmyndir hjá teyminu að atvinnurekendur sem hafa fá nýbúa í vinnu myndu kosta tungumálakennslu og er það til umræðu á þeirra vettvangi. Fyrsta markmið teymisins var að stefna að því að öllum útlendingum verði boðin túlkur við fyrstu komu hvort sem um er að ræða í dagvistarkerfi, heilbrigðiskerfi, félagsþjónustu eða annars staðar. Einnig hefur komið fram hvort ekki þurfi að liggja fyrir einskonar grunnupplýsingar um hvert útlendingar sem hyggjast setja að á Íslandi geti leitað (t.d. um Nýbúasamtökin og Félagsþjónustuna) strax við komuna til landsins. Það er ljóst að í málefnum nýbúa er á mörgu að taka og ýmsu að hyggja.


Reykjavíkurborg ryður brautina
Kristín útskýrir hvernig staðan er hjá ríki, borg og öðrum sveitafélögum; Sveitafélögin eru að vakna til lífsins. Sérstaklega Reykjavíkurborg sem hefur verið unnið ákveðið brautryðjendastarf, að mati Kristínar. Að það skuli vera vilji innan borgarinnar til að vinna þetta starf, sýnir að borgin standi upp úr að miklu leiti og er í rauninni ekki bara fyrirmynd annarra sveitarfélaga heldur ríkisvaldsins líka. Við hjá Upplýsingamiðstöðinni erum að þjónusta miklu meira en í Reykjavík en það er eingöngu Reykjavíkurborg sem stendur að rekstrinum. Það er mjög eðlilegt að það sé stærsta sveitarfélagið sem stendur að rekstrinum. Hins vegar hefði verið mjög æskilegt að frumkvæðið hefði komið frá ráðuneytunum, frá ríkisstjórninni, vegna þess að nú erum við að vinna okkur upp og kalla eftir viðbrögðum ofan frá eins og framkvæmdavaldi ríkisins. Nú er þessi vinna byrjuð hjá Reykjavíkurborg með þessari nefnd.Við settum af stað rannsókn á högum nýbúa í borginni til þessa að hafa einhver gögn í höndunum til að geta mótað stefnu borgarinnar
En það vantar stefnu yfirvalda. Það er til tímabundin stefna og hún kemur frá félagsmálaráðherra, hann segir „ ég vil ekki binda hendur eftirmanna minna með því að móta ákveðna stefnu“.„ Mér finnst þetta rangt. Hann átti að nota tækifærið og móta ákveðna stefnu, ekki bara við móttöku á flóttafólki. Flóttamenn hætta ekki að vera flóttamenn eftir eitt ár, þeir fá ákveðna þjónustu í eitt ár svo eiga þeir að bjarga sér. Eftir eitt ár í ókunnugu landi fara að dúkka upp vandamál sem hrúast yfir eftir eins árs dvöl í ókunngu landi. Að flýja stríð er líkt við náttúruhamfarir og mikið áfall sem fylgir því. Ef þú færir út á götu og spyrðir fólk “hvaðan er flóttafólkið ?” þá myndu allir segja Kosovo.