Fyrir nokkrum dögum þá gerðist sá hræðilegi atburður að hægri öfgasinninn og rasistinn Jean-Marie Le Pen komst áfram í seinni umferð forsetakosninganna.
Le Pen stofnaði flokkinn sinn Þjóðar-Fylkinguna árið 1972 og hefur flokkurinn síðan þá alið á kynþáttafordómum og kynþáttahatri á meðal frakka.
Le Pen hefur meðal annars sagt árið 1987 að helför gyðinga væri lítið atriði í mannkynssögunni. Le Pen hefur verið dæmdur fyrir kynþáttahatur í Frakklandi árið 1990 þegar að hann dró helförina í efa en það er bannað með Frönskum lögum. Hann hefur líka sagt að kynstofnarnir væru mismunandi þótt að vísindamenn hafi bent á annað. Le Pen hefur einnig notað Auswitch til gríns en þar voru flestir gyðingar myrtir í helförinni. Árið 1997 sakaði hans svo Jaques Chirac um að vera á launum hjá samtökum gyðinga því að Chirac barðist á móti rasistaflokknum hans Le Pen. Árið 1997 dró hann svo helförina aftur í efa í Munich í Þýskalandi en það er bannað með lögum þar enda er helföin sannaður atburður. Le Pen sagði eftir þetta að hann neitaði að svara spurningum um helförina meir vegna þess að hann mætti ekki segja sannleikann um hana!
Frá því að Le Pen byrjaði þennan rasistaflokk sinn hefur hann aðallega barist gegn gyðingum og viljað láta reka þá og alla aðra innflytjendur úr landi en nú hefur fasistinn mildað stefnuna og sagt að sumir mættu vera í landinu en að hvítir frakkar ættu að hafa forréttindi.
Sigur Le Pens hefur sannað allt sem ég hef sagt um að rasistar væru að auka fylgi sitt og þeir eru mikil ógn við okkur sem viljum hafa mannréttindi og lýðræði áfram í Evrópu en þessir menn vanvirða bæði mannréttindi og lýðræði.
Það stendur í mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðina að allir menn eiga að hafa sömu réttindi en það vilja þessir menn ekki og vanvirða því öll mannréttindi. Þeir ógna einnig lýðræðinu af því að þeir brjóta gegn mannréttindum og jafnrétti sem eru grundvallaratriði í lýðræði.
Árið 1998 réðst Le Pen á jafnaðarmann og kýldi hann í andlitið og hann var rekinn úr Evrópusambandinu fyrir það í eitt ár.
Ásamt því að vilja hafa Frakkland fyrir Frakka þá vill Le Pen einangra Frakkland og láta landið meðal annars hætta í ESB og fleira. Einnig vill hann byrja aftur að nota dauðarefsingu í Frakklandi!
Gyðingahatur hefur aukist mikið í Frakklandi undanfarið og hafa mikil spjöll verið unnin á bænahúsum gyðinga og öðrum eigum þeirra. Meðal þeirra sem hafa staðið fyrir þeim árásum eru arabar sem eru heimsþekktir fyrir rasisma sinn gegn gyðingum. Einnig er talið að nýnasistar hafi staðið fyrir þessum árásum.
Þessi sigur Le Pen kemur því ekki á óvart þar sem Frakkland er talið vera það land í Evrópu þar sem mest gyðingahatur er mest og hafa frakkar nú sannað hversu miklir rasistar þeir eru með því að kjósa Le Pen.
Frakkland er eitt af mörgum löndum þar sem rasistar hafa verið að ná “góðum” árángri í en hin löndin eru t.d. Austurríki, Ástralía, Danmörk og Ítalía. Það muna allir eftir því þegar að nasistaflokkurinn í Austurríki ásamt formanni sínum, hinum illa Jörg Haider komust til valda þar í landi en flokkurinn vildi mismuna lituðum og hætta að fá innflytjendur til landsins sem var brot á öllum alþjóðasamningum. Vegna þessa þá neyddist Evrópusambandið til þess að setja viðskiptabann á Austurríki.
Búið er að mynda bandalag gegn Le Pen í Frakklandi sem ætlar að kjósa Chirac sem forseta til þess að tryggja að öfgasinnaði rasistinn komist ekki til valda. Chirac er ekki góður forseti en hann verða Frakkar að kjósa aftur ef að rasisti á ekki að komast til valda.
Við verðum öll að vona að hann nái ekki að vinna kosningarnar en
ef að Le Pen nær að verða forseti þá tel ég að við verðum að setja viðskipabann á Frakkland því að hann vill mismuna öðrum kynþáttum og brjóta þannig gegn öllum alþjóðasamningum og lýðræðinu sem byggist á að allir hafi sömu réttindi.
Á Íslandi hefur öfgasinnaður rasistaflokkar Flokks Framfarasinna(systurflokkur Þjóðar-Fylkingarinnar) fengið að starfa óáreittur hér á landi en þessi flokkur hefur ekki mikið fylgi hingað til en það gæti þó breyst því að kynþáttafordómar hafa undanfarið aukist á Íslandi. Ég vil láta banna þennan flokk áður en hann nær að breyta samfélagi okkar eins og rasistaflokkurinn hans Le Pen hefur gert því að ef við leyfum flokknum að starfa í friði þá gæti farið svo að Hjörtur formaður flokksins byði sig fram til forseta hér og ef að hann myndi vinna þá myndi Ísland einangra sig og reka alla litaða úr landi en það viljum við fæst.
Við megum ekki lenda í sömu sporum og Frakkar að láta rasisma ríkja hér á landi og við verðum að standa vörð um lýðræðið og passa að svona gerist aldrei hérna því að árángur Le Pen í Frakklandi er viðvörun til okkar allra um rasismann sem ríkir í Evrópu.
Höfnum Flokki Framfarasinna og Hirti formanni flokksins strax svo að þeir nái ekki að blekkja þjóðina með kynþáttafordómum sínum eins og Le Pen hefur tekist að blekkja Frakka því að við
verðum að virða mannréttindi og jafnrétti á Íslandi áfram þótt að Frakkar séu hættir að gera það.