Þetta fékk svolítið á mig, verð ég að segja. Ég man ekki betur en að hún hafi byrjað í þættinum Tvíhöfða einmitt sem almenn hóra. Hún mætti þarna einu sinni í viku og fékk verkefni frá strákunum, flest sem tengust því eitthvað að tæla karlmenn og reyna að fá þá til að gera eitthvað asnalegt. Svo kom hún í næsta þætti og gerði grín af þeim án þess að blikna. Einnig hefur hún oft gefið sig út fyrir að vera grúppía, en samt var hún að rakka ungfrú Reykjavík fyrir að vera það líka. Næst fór hún að tala um hvað hún væri nú heimsk, því hún hefur verið bendluð við Mike Tyson og kappinn á að hafa gefið henni einhvern rosa flottan kjól, en samt hafi hún ekkert verið með honum. Beta sagði að hún hefði talað við hann í þrjár mínútur, en samt sagt að hann væri rosalega fínn, og væri því heimsk belja vegna þess að maður kynntist ekki manneskju á 3 mín. og gæti því ekki dæmt um það. Fimm mínútum seinna var hún hinsvegar farin að tala um það að hún hefði spjallað við Jarvis úr Pulp „og hann er bara rosalega fínn!“ PLAMM! Skaut sig í fótinn enn á ný, hún notar meira að segja sama orðið : „fínn“.
Því miður náði ég nú ekki að klára að hlusta á frásögnina, þar sem ég var komin í vinnuna, en mér finnst kominn tími til að endurskoða hana Betu „drottningu næturlífsins“ (finnst henni að minnsta kosti). Ef hún ætlar að rakka fólk niður í þættinum finnst mér lámark að hún hafi efni á því og hugsi aðeins út í hlutina áður en hún talar. Hún talar nefnilega mjög mikið, en hefur samt sem áður ekki mikið að segja. Persónulega finnst mér hún ekki gera mikið fyrir þáttinn, en jú, jú, hún getur verið ágæt, en stundum er hún líka svolítið „einum of“.
Ég vil þó taka fram að ég er ekki með nokkru móti að taka upp hanskann fyrir ungfrú Reykjavík, mér er svo sem alveg sama um hana, en Beta, hún mætti aðeins líta í eigin barm áður en hún talar!
- www.dobermann.name -