Ekkert í veröldinni er fullkomið og allra síst mannkynið. Mannskepnan drepur og kvelur náungan út af græðgi, hatri, öfund eða af því hann er frábrugðinn því sem hún þekkir eða skilur. Þótt maðurinn hafi marga galla eru fordómar einn af þeim skæðustu.
Hvert sem litið er, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar á jörðinni, má finna fordóma af einhverju tagi. Hvort sem fordómarnir beinast að litarhætti, trú, uppeldi, samfélagi, kyni, lifnaðarhætti, aldri eða félagsstöðu þá eru þeir alls staðar. Grikkir hinir fornu litu á önnur samfélög, sem stunduðu akuryrkju eða palbúska í stað viðskipta, sem barbara. Rómverjar drápu Kristnamenn og Gyðinga í tugatali fyrir trú þeirra og þegar Kólumbus ,,fann” Ameríku voru Evrópumenn efins um að indjánar gætu talist menn.
Mannskepnunni finnst allt sem hún hefur alist upp með best og fordæmir allt sem hún skilur ekki eða finnst öðruvísi. Þess vegna er eina meðalið gegn fordómum, menntun og að kenna fólki að setja sig í spor annarra. Það er brýn nauðsyn að geta séð heiminn frá öðru sjónarhorni. Sérstaklega þar sem hnattvæðing er orðin svo mikil og meira er um fluttninga fólks milli landa.
Viðmið og gildi eru mismunandi eftir samfélögum og getur verið erfitt fyrir innflytjendur að aðlagast lögum og venjum í sínu nýja heimalandi. Við megum þó ekki byrja að réttlæta hegðun einstaklinga sem varðar við lög því þeir koma frá öðrum samfélagi. Sama hvaðan við komum þá gilda landslög fram yfir uppeldi eða trú. Meðal annars eru nauðgunarmál og morð litin mismunandi augun eftir menningarheimum. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir innflutta að kynna sér lög nýja heimalandsins. Hinir innfæddu ætlast þó stundum um of og krefjast þess að innflytjendur kveðji allt sem þeir ólust upp með og tileinki sér einungis lifnaðarhætti samfélagsins.
Fordómar breiða úr sér um allan heim á augabragði eins og illskeyttir sjúkdómar, nema fórdómar hrjá ekki líkamlegt ástand heldur sjálfsímynd mannsins. Manneskjan fær hugmyndir um stöðu sína, jákvæða eða neikvæða frá umhverfinu. Það má taka dæmi um það að eftir mörg hundruð ára þrælkun fóru þrælar að líta á félagslegu stöðu sína sem sjálfssagðan hlut. Fórnarlömb fordóma fara að lifa sig í þá staðalímynd sem af þeim er gerð. Fórdómar hafa þess vegna mun meir áhrifi en við gerum okkur grein fyrir.
Hið nýja fyrirmyndaríki er ríki án fordóma. Ríki þar sem allir eru jafningjar sama hvaðan þeir koma eða hvernig þeir hátta sínu lífi á meðan þeir lenda ekki í kast við lögin. Aldrei verður þó hægt að útrýma öllum fordómum en það sakar ekki að reyna. Menntakerfið ætti því að upplýsa ungmenni um önnur samfélög og trúarbrögð sem fyrst. Það eitt að stækka sjóndeildarhringinn gæti gert heiminn að betri stað.
Why be normal, when strange is much more interesting