Allikey - veit að skrifað hefur verið um þetta en ég bara varð…
Ekki hefði ég trúað að ég ætti eftir að róma Heimdellinga en þeir hafa nú harmað 20 milljarða (20.000.000.000.kr) ríkisábyrgð –væntanlega- til handa Íslenskri erfðagreiningu, eða fremur Decode. Það er liðin tíð að ríkið gangi í ábyrgð fyrir einkafyrirtæki, segja þeir, aldeilis réttilega.
Við erum að tala um 75 þúsund kall á hvert mannsbarn á klakanum og ég skrifa ekki upp á víxil fyrir Kára Stef. fyrir þeirri upphæð. Ekki fokking krónu!
Kára hefur á undraverðan hátt tekist að “voldtage” íslensku þjóðina, andlega og líkamlega, á skömmum tíma. Í.E. tapar einhverjum hundruð milljónum króna árlega, þeir sem keyptu hlutabréf eru á vonarvöl eða jafnvel gjaldþrota og Kári sjálfur bara fúll á móti vestur í bæ þar sem hann fær ekki óáreittur að byggja höll, eins og Jóakim Önd, fyrir gullið sitt.
Sjálfur hef ég fyrir löngu sagt mig úr gagnagrunninum og þekki marga sem það hafa gert…… en engu að síður fær þetta sama fólk boð í tíma og ótíma um að koma í blóð- og þvagprufur “til að kanna hitt og þetta í erfðum hinna og þessara fjölskyldna- og enginn veit hver er hvað og bla bla”!!!
Meðal annars er fólk með geðræn vandamál sem fer á taugum við allar þessar hringingar og boð um að koma en vill ekkert með Í.E. hafa.
Ekki skrýtið að aðgangur Kára sé góður þar sem Landspítali-Háskólasjúkrahús, geðsvið, fékk fullt af millum –einar fimmtíu minnir mig - fyrir ansi hreint efnilegan gagnagrunn. Þar ræður Hannes Pétursson ríkjum og svo einkennilega vill til að hann er bróðir Sólveigar Pé sem ríður rækjum og er “herra” yfir dómsvaldi þessa lands.
Margir læknar börðust hatrammlega á móti þessu en þeir sem ekki gerðu það stjórna auðvitað þessum rannsóknum af miklum móð, boða fólk til að pissa í krukkur og gefa blóð í bauk.
Smá tilvitnun í Jónas Kristjánsson, ritstj. Fréttablaðsins frá því mánudaginn 8. apríl..
“Ríkisábyrgð felur í sér að gróði er einkavæddur en tap er ríkisrekið. Hagfræðilega er ríkisábyrgð af hinu vonda, því hún truflar markaðslögmál framfara og lætur eðlilega þróun atvinnulífsins víkja fyrir gæluverkefnum, sem stjórnvöld reyna að koma upp með handafli. Ríkisábyrðir eru lítið notaðar í útlöndum, en voru vinsælar hér á landi fyrr á árum til að reyna að þjófstarta nýjum töfralausnum í atvinnuvegum, svo sem fiskeldi og loðdýrarækt… og áfram Jónas: “ Með þessu erum við í rauninni að veðsetja börnin okkar fyrir mesta taprekstrarfyrirtæki í landinu. Við erum að setja börnin okkar í skuldafangelsi til að þjónusta eitt gæluverkefni líðandi stundar”
Já, kæru Hugarar, nú er verið að einkavæða allt í heilbrigðisgeiranum og þegar börnin okkar eru ekki lengur bara glampi í augum okkar strákanna, verður allt orðið einkavætt og betra fyrir ormana að eiga aur í rassvasanum ef þeir ætla til læknis og kaupa lyf , sem Decode fær vænar prósentur af, verði það enn lifandi.
“Hinn minnsti froskur er mikill í sínum forarpolli” og feitur og gamall í gullhöllinni sinni fær Kári nýja og nýja gullpeninga, eða þó kannski líklegra, grásprengdur á elliheimilinu og ellilífeyririnn fer að mestu leyti í rándýr lyf þar sem ríkið er enn að borga floppið eftir Decode.
“Þann er hægt að lokka sem sjálfur vill dansa” og Geir H., Davíð og co brosa sínu breiðasta og kvitta fyrir mína hönd, og annara vandamanna, undir 20 milljarða víxilinn.
Pétur Blöndal, samflokksmaður þeirra hefur þó eitthvað hvæst og gagnrýnir þennan gjörning harðlega. Honum þykir það ekki eðlilegt að útlenskt einkafyrirtæki fái ríkisábyrgð og ekki mér heldur.
Eitthvað hjala þeir hjá Decode um að þeir spari hundruð milljóna á ári í vexti vegna ábyrðarinnar, fái hagstæðari lán sem ég og þú líka, skrifum undir með rithönd Geirs H.
Ef Geir, Davíð og co sjá ekki að sér mælist ég til að Kári komi kofa sínum upp á Reyðarfirði svo austfirskir fái störf. Ef nokkur hundruð austfirðingar fá vinnu við túrverkjatöfluframleiðslu skal ég halda kjafti í smá stund, það má þá breyta kofanum í kjarnorkuver árið tvöþúsundogtíu þegar allt er farið til fjandans.
“Reynslan sannar, að flestir læra ekki af reynslunni”.
Lifi byltingin. –gong-