Sælir Hugaðir

Ég lenti í óskemmtilegri atviki í gær af hendi lögreglunar í Reykjavík, og verð ég þvi miður að segja að þetta var ekki í fyrsta skipti. Vissulega þarf virka löggæslu og hæfa lögreglumenn en ég er farinn að efast um að að síðarnefnda sé til.

Byrja ég á að rekja atvik gærdagsins.
Laugardagur, minn nennir ekki út úr húsi og ákveður að sitja heima í tölvunni. Bróðir minn og vinur hans detta í það og skutla ég þeim í bæinn, bara ósköp venjuleg byrjun á síður en svo venjulegu kvöldi.
Um klukkan 5 þá fæ ég hringingu frá bróðir mínum þar sem hann er á harðahlaupum undan æstum múgi. Endaði það frekar illa þar sem hann varð fyrir líkamsárás. Ég legg af stað niður á slysó með smá detour upp á Geldinganes til að sækja vin bróður míns, meira um það seinna. Þegar á slysó er komið er allt þar í hávaða og vitleysu. Löggan er að berja tvo ólátabelgi inni á biðstofu, þar sem brósi bíður alblóðugur og fær ekki aðstoð lækna. Þegar hlutirnir róast þá förum við út að reykja, bíðum eftir að komast að hjá læknunum. Koma þá 10 löggur og ætla að fá svör við spurningum frá bróðir mínum, ég spyr þá til hvers þeir þurfi þessar upplýsingar og er mér þá hrint af miklu offorsi í burtu og tek ég mér stöðu 10 skrefum fjær.

Þá koma nokkrar löggur og segja mér að hypja mig, sem ég geri eftir tvær mjög svo ókurteisar beiðnir. Þegar ég er búinn að bíða við bílinn í smá stund fer ég aftur á stjá og sé þar sem 4 löggur skella stórslösuðum manninum á andlitið beint á stéttina. Ég spyr löggu sem stendur mér næst hverslags framferði þetta er á slösuðum manni. Næsta sem ég veit þá er búið að snúa mig niður, mjög harkalega beint á smettið. Mér er hennt á magann á gólfið á stórum bíl og hné keyrt í bakið á mér. Fyrir hvaða sakir? Var ég með læti/háreysti? Nei. Var ég með ofbeldisfull tilburði? Nei. Var ég með eitthvert framferði sem réttlætti þessa meðferð? Nei og aftur nei.

Farið er með okkur niður á stöð þar sem ég fæ að dúsa í klefa, handjárnaður í klukkutíma. Þá er ég sóttur inn til varðstjóra.
Hann fær söguna frá löggunni sem handtók mig þar sem hann skreytti frásögnina talsvert. Laug beinlínis upp í opið geðið á mér. Ég beið þar til varðstjórinn spurði mig hvernig þetta atvikaðist, sagði lögguna ekki hafa farið rétt með og þá lamdi varðstjórinn á borðið og öskraði “við þurfum ekki þina hlið málsins!” (!!!).
Að svo búnu var okkur hent út, bíllinn minn niðrí fossvogi.
Núna má ég búast við sekt eða atriði á sakaskrá vegna þess að ég sótti mann á slysó.

Ef að þetta væri eina atvikið þar sem löggan sýnir svona “professional” vinnubrögð, þá væri mér brugðið en haldið að þetta væri bara fyrirtíðaspenna í þessum hálfvitum, en málið er að þetta er ekki í fyrsta skipti né annað sem ég hef verið beittur ranglæti af þeirra hendi.

Sögurnar sem ég þekki til eða lent í sjálfur eru þokkalega margar, ég hef aldrei átt samkipti við lögreglumann á þess að þeir séu með stæla og/eða sýni ofbeldisfulla tilburði. Ekki taka þessu þó þannig að ég sé góðkunningi löggunar, enda vil ég ekki þekkja svona ómerkilega menn sem löggur eru.

Stutt ágrip af því sem ég þekki til.
————————————
Í gær: Geldinganes, þrjár löggur lemja vin bróður míns og skilja hann eftir.

Fyrir tveim árum: Vinur minn stunginn í bænum, ég hleyp að löggubíl og segi hvað hafi gerst. Ó nei, svínin segja “Ekki okkar deild” (???) setjast svo upp í bíl og keyra í burtu. Hóta að handtaka mig ef ég hætti ekki að biðja þá um aðstoð. Kalla ekki einusinni á sjúkrabíl. Rétt munar að þeir keyri yfir tána á mér. Endar með því að ég dreg hann í leigubíl og á slysó.

Fyrir nokkrum árum: Vinur minn situr ölvaður á vegg í miðbænum og segir við hóp lögreglumanna og kvenna sem labba þar framhjá “Alltaf í vaselíninu”. Þá segir ein löggan “Þessi er fínn” (?!) og er hann dreginn inn í Svarta maríu laminn, keyrður niður á höfn, laminn meira og farið með hann í klefa og sagt við varðstjóra “við hirtum þennan í slagsmálum í bænum”.

Fyrir enn fleiri árum: Minns er að labba heim í breiðholti með tveim kunningjum mínum, klukkan að ganga tvö. Kemur þar löggubíll brunandi eftir gangstéttinni, út hoppa 4 löggur, handtaka okkur og keyra á stöðina. Við spyrjum fyrir hvað og okkur svarað “þið vitið hvað þið gerðuð”. Á stöðinni (hverfisgötu) er okkur kennt um að hafa verið að klifra stillasa á húsi og verið að gæjast inn um glugga. Okkur hent út eftir tvo tíma og klukkan þá orðin fimm. Við biðjum um far þar sem við erum ungir og fátækir. Okkur er hent út í Sundahöfn, svínin hlæja að okkur og keyra á brott. Við þurfum að labba heim, klukkan að verða 6 og vinna daginn eftir.
—–

Ég get komið með enn fleiri sögur en ég vill að einhver nenni að lesa greinina því ætla ég ekki að hafa hana lengri að sinni.


Og svo að lokum.
Af hverju tekur löggan alltaf þá fasta sem verða fyrir ofbeldinu en ekki þá sem að starta því.
Af hverju getur löggan ekki talað við fólk eins og menn, í stað þess að vera með stæla og leiðindi.
Lögreglan í Reykjavík er að miklum hluta óhæf til starfans.


Og það er vegna þessarar reynslu sem að ég segi með heilum hug: FUCK THE PIGS
Ég hef ekki hitt þá löggu sem að mér er vel við.
p1mp.Roland