Þessi hlutur er orðin stór hlutur í lífi okkar og hefur stundum meiri völd en við gerum okkur grein fyrir. Hann myndar skoðanir okkar og “upplýsir” okkur um hluti sem eru að gerast í samfélaginu. Hann hefur oft verið kallaður 4. valdastólpurinn í samfélaginu og hefur breytt heiminum síðasliðna áratugi. Þessi “hlutur” er auðvitað hinn heitt elskaði “ Frjálsi Fjölmiðill”
En hvað er frjáls fjölmiðill og er nokkuð til eitthvað sem heitir “Frjáls Fjölmiðill”. Það er sama hvaða grein við lesum, þá skín skoðun höfundsins alltaf í gegn. Og er þetta ekki ansi mikið vandamál þegar svo margir umdeildir hlutir eru að gerast í samfélaginu og að hver fjölmiðill er að verða stærri og endurspeiglatr auðvitað bara sínar skoðanir. Fjölmiðill þarf ekki alltaf að segja allan sanleikan og oft er hann mótaður af fréttamönnum.
Það þarf alltaf að skoða báðar hliðar málsins áður en við dæmum um eitthvað. Það er ekki oft þar sem þú sérð tvær greinar í mogganum eftir blaðamenn moggans þar sem hver þeirra er með mismunandi skoðanir á viðfangsefninu.
Þó eru til staðir þar sem skoðanir mismunandi aðila geta komið fram án þess að það er neinn “ritstjór” sem er að röfla um að þetta muni hann ekki birta. Staðir eins og Hugi.is, sem hafa fæðst í kjölfari hið-gagnvirka internets. Og það er stór bylting. Hér á netinu eru meiri líkur á því að einhver muni lesa skoðanir þínar en að moggin muni byrta þær. Að vísu er einn galli við þessa ágætu nýjung: hér er aðeins verið að tala um skoðanir, ekki staðreyndir. Fólk hérna á huganum fær ekki borgað fyrir að leita uppi heimilda og á erfiðara með það. Ekki nóg með það þá vill fólk stundum ekki spjalla um ýmsa hluti, þótt að þess er þörf. Td. er stór hluti af hugurum sem hafa eingan áhuga á því að tjá sig um landbúnaðarmál, þótt að auðvitað eru til sumir sem gera það. Fólk þarf áhuga!
Þessvegna spyr ég ykkur: hvernig á fjölmiðillin að haga sér, hversu mikið vald á hann að hafa og hvert verður hlutverk hanns í framtíðinni.
–krizzi–
N/A