Enn og aftur vil ég ítreka að ég er ekki hlutdrægur neinum aðila á neinn hátt, heldur er ég aðeins að skýra frá staðreyndum.


Auðvitað eru skaðleg efni í tóbaki, en það eru skaðleg efni í nær öllu sem er til í heiminum (skordýraeitur, ofnæmislyf, einangrunarpappi, byssur) en samt sjáum við ekki herferð stjórnvalda í heiminum á móti leikföngum með litlum hættulegum hlutum í, allskonar eitri og rafmagni jafnvel. Já rafmagni, því í auknum mæli er verið að finna heilu bæina sem eru nálægt rafmagnsstöð í bandaríkjunum fulla af fólki með hvítblæði og krabbamein. Aftur og aftur eru “góðir” lögfræðingar að lögsækja rafmagnsiðnaðinn en hafa ekki unnið, því það var ekki fullvíst að rafmagnið hefði skaðað fólkið, því það er svo margt í heiminum sem er krabbameinsvaldandi. Sömu sögu er að segja með tóbaksiðnaðinn, það er ekki fullvíst að tóbak valdi krabbameini. Við vitum öll að metangas eyðir ósonlaginu en ekki erum við að lögsækja alla bifvéla framleiðendur, og er það fullvíst að bílar þeirra eru að eyða ósonlaginu.
Og einnig vil ég segja (án þess að viðurkenna að tóbak sé í raun skaðlegt) að enginn er að neyða ykkur til að reykja, þið völduð það sjálf og því eru það þið sem eruð skaðleg sjálfum ykkur og fólkinu næst ykkur (óbeinar reykingar) og því er tóbak ekki skaðlegt á NEINN hátt.

Ef þið viljið virkilega koma tóbaksframleiðendum á kné skuluð þið bara hætta