Það hefur verið eins og allir vita miklar og heitar umræður um stríðið á Vesturbakkanum. Margir styðja palestínubúa, margir Ísraela og margir eru hlutlausir. Einnig hefur verið mikil gagnrýni á aðgerðir Ísraela og vilja sumir ganga það langt að kalla þá nasista. En nú verð ég að segja eitthvað með mínum “miskunnarlausa” munni.

Palestínumenn hafa verið að senda sjálfsmorðs hryðjuverkamenn yfir til Ísraels í þeim eina tilgangi að deyða, ekki er gagnrýnin mikil og hávær á þá (miðað við gangrýnina á Ísrael), en strax og Ísraelar svara fyrir sig með skotárásum eru þeir gagnrýndir sem hryðjuverkamenn. Ísraelar hafa ekki oft allavegana haft frumkvæði að árásum, langoftast eru það palestínskir hryðjuverkamenn byrja. Spurningin er: Eiga Ísraelar að láta hryðjuverk palestínumanna viðgangast og gefast þar upp fyrir hryðjuverkum. Eða að svara fyrir sig og gefa ekki neitt eftir.

Ísraelar hafa einnig verið tilbúnir að semja vopnahlé alveg þangað til ráðist er á þá (one can only push a man so far until he pushes back) og ekki hefur arafat verið að gera mikið til að stoppa hryðjuverkin