Nú ég fæ svo tilkynningu frá Póstinum að ég eigi tollskyldan pakka hjá þeim. Ég fer um morguninn að sækja 500 kr.- vöruna, en þá kemur babb í bátinn. Enginn vörureikningur finnst. Nú ég er tekinn á teppið og spurður spjörunum úr, og að lokum bara fer ég í fússi þar sem mér var neitað um pakkann og var meðhöndlaður eins og ég væri að flytja inn dóp eða eitthvað.
Nú, ég læt nokkra daga líða og fer svo í ágætu skapi að reyna aftur með alla pappíra að ég hélt. En nei… þá voru þetta ekki vörureikningar, og þetta virðist ætla að fara í sama farið. Nema hvað, sé ég ekki pappír utan á pakkanum sem virðist vera vörureikningur með öllum upplýsingum um verðmæti vörunnar.
En þá er ekki sagan öll, þar sem tollvörðurinn vildi nú ekki alveg bekina þetta og fór einhvert til að tala við einhvern. Að lokum fékk ég svo pakkann en þurfti að greiða 1000 kr.- í aðflutningsgjöld. Ég endurtek ÞÚSUND KRÓNUR!
Fyrir vöru sem kostaði 500 kr.-
Hvaða helv. bull er nú þetta? Maður er meðhöndlaður eins og einhver forhertur glæpamaður út af því að einhver tollvörðurinn var blindur. Ég, sem hef ekki einu sinni fengið stöðumælasekt hvað þá annað.
kveðja,
Falcon1
Ps. er þetta algengt?
Pss. afsakið stafsetningavillur ef einhverjar eru.
——————————