Hæ fabilius:)
Ég ef áður útskýrt nokkrar af ástæðunum fyrir því að mér er illa við viðskiptabann sem slíkt.
Önnur ástæða er sú, að jafnvel þegar lýðræðisríki eru beitt því, er alltaf hætta á því að einmitt það grafi undan lýðræði í sjálfu sér, og úr verði eins konar alheims-FASISMI…Ég var til dæmis ekki sammála aðgerðum Evrópusambandsins varðandi við Austurríki, þrátt fyrir hversu sú þjóð varð sér til skammar ,ef þú spyrð mig og ég vona að þeir standi sig betur næst. Þjóð á samt að eiga rétt á sínu vali og alheims-FASISMI má ekki grafa undan LÝÐRÆÐI nokkurs staðar…..Ef lýðræðisríki fyllist svo af sveltandi fólki, og/eða bara hræðslu, þarf það alls ekki að boða neitt gott, það hefur einmitt sannað sig að þegar staðan er slík er mun líklegra að fólk verði móttækilegt fyrir fasisma eða hinum og þessum hliðstæðum hans, og einnig að hlutir eins og að herinn taki yfir eða álíka óhugnaður gerist…
Það þarf sem sé að fara aðra leið, enda ekki tilviljun að svo til aðeins lýðræðislega vanþróuðustu ríkin ,eða ríki sem eru með öllu ólýðræðisleg hafa valið þessa leið hingað til… Stjórnmála menn Vesturlanda eru ekki fullkomnir, en yfirleitt vita þeir að þessi leið gengur aldrei til lengdar ….og við verðum bara að vona að einhver einhvers staðar komist að því hvaða leið það er sem raunverulega virkar….Þessi er of áhættusöm og á það til að skapa meiri vanda en hún leysir.
Lýðræði byggir á hugmyndinni um frelsi, en ef alheims-FASISMI, (mér er ekki illa við allt “global” í sjálfu sér), í dulargerfi á að fá að grafa undir lýðræði einstakra þjóða þá verður lýðræði sem slíkt ekki mikið lengur til….Nema að tekinn verði þá upp “Einn heimur-Eitt atkvæði á mann”, sem væri jú sanngjarnara, en mig grunar að ef slíkt gæti gerst, hljómar flókið…en hver veit svo sem,…verði nú talsvert langt í það….Þangað til ,ef það gerist, eru öll slík afskipti af lýðræði slæm, og veikja auk þess samkeppnisstöðu hins lýðræðislega heims við óvini hans sem einmitt vilja sanna að lýðræði virki ekki og vilja sumir gjarnan sjá hungur og fátækt í lýðræðisríkjum…og það uppþot og /eða bara frelsis og lýðræðissviptingu sem slíku fylgir… Ég vil frið í Palestínu og Ísrael, en ekki með hætti sem grefur undan lýðræði og frelsi mannkyns…Með manninum búa meiri gáfur en við þyrðum mörg að trúa, og fyrr eða síðar mun mannkynið finna lausn sem virkar betur…Þótt langt yrði í það, eru eflaust skárri lausnir í boði þangað til, en að fara í rúlettu með lýðræðislega heiminn á þennan varasama hátt, sem er mun hættulegra en virðist við fyrstu sýn… Þó ég sé hvorki aðdáandi Sharons né Haider, þá hef ég illan bifur á þessari svokölluðu “lausn”…og ja, að börn hungri, og öryggi í landi þeirra sé sett í meiri hættu en áður,….það er aldrei þess virði…Ef ég gæti þá myndi ég fara í Nýkaup á morgun og fylla kerruna mína af vörum frá Írak, en það er víst ekki hægt…Ég hef ekki ígrundaðar skoðanir á öllu milli himins og jarðar, enda ung manneskja, en ég er alfarið á móti hungri sem ekki þarf að vera til staðar…hvað þá að alheimsFASISMINN fái að plata lýðræðið í rúllettuleik…Lýðræði byggist svo ekki á því að FASISMI “þröngvi” einu né neinu upp á það, eins og þú orðaðir það…Og þangað til, ef svo yrði, að upp verður tekið eitthvað “Einn heimur-Eitt atkvæði á mann” fyrirkomulag eða svipað, gengur það ekki upp að mál þjóðar séu ekki mál þjóðar.
Vertu blessaður:)
Thulesól